Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. janúar 2025 07:31 Trump segist ætla að þvinga Pútín til þess að "semja" um stríðið í Úkraínu. (AP Photo/Ben Curtis Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Í færslu á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, hótar hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta auknum sköttum, tollum og frekari viðskiptaþvingunum, ef samningar nást ekki í Úkraínustríðinu innan tíðar. Trump segir að efnahagur Rússlands sé að hrynja og hvetur hann Pútín til þess að semja strax og stöðva stríðið sem Trump kallar fáránlegt. Ef Pútín lætur sér ekki segjast, segir Trump, sér hann engan annan kost í stöðunni en að setja auka skatta, tolla og viðskiptahömlur á alla hluti sem Rússar flytja inn til Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja. Í kosningabaráttunni hafði Trump fullyrt að hann gæti bundið enda á stríðið á einum sólarhring, án þess að fara nánar út í þá sálma. Nú virðist hann ætla að beita refsitollum og öðrum álögum til þess að fá Pútín til að stoppa. Í umfjöllun Guardian um málið er þó bent á að viðskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi dregist verulega saman, og víðtækar viðskiptaþvinganir og -bönn eru nú þegar í gildi. Því sé óljóst hversu fast slíkar þvinganir myndu bíta Pútín. Í fyrra fluttu Rússar vörur inn til Bandaríkjanna fyrir um 3,4 milljarða dollara. Árið 2022 var stóð sú tala í rúmum 15 milljörðum.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira