Enski boltinn

Sjáðu skrýtna sjálfs­markið og sigur­mark Fernandes

Sindri Sverrisson skrifar
Bruno Fernandes fagnar eftir sigurmarkið gegn Rangers í gærkvöld.
Bruno Fernandes fagnar eftir sigurmarkið gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Shaun Botterill

Bruno Fernandes tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Rangers í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld, í blálokin. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

United komst yfir í leiknum með afar slysalegu sjálfsmarki markvarðar Rangers, Jack Butland, sem sló boltann inn í eigið mark snemma í seinni hálfleik.

United virtist ætla að landa sigri en Cyril Dessers náði að jafna metin fyrir Rangers á 88. mínútu, eftir að hafa stjakað við Harry Maguire, tekið frábærlega við boltanum og skotið framhjá Altay Bayindir sem stóð í marki United.

Enn var þó tími fyrir United til að skora sigurmark en það gerði fyrirliðinn Fernandes eftir frábæra fyrirgjöf frá Lisandro Martínez. Öll mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörk Man. Utd og Rangers

Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Evrópudeildarinnar er United í 4. sæti með 15 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Lazio en einu stigi frá Frankfurt sem er í 2. sæti. 

Átta efstu liðin komast beint í sextán liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum. Rangers eru í 13. sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×