Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 09:34 Janus Daði Smárason hundóánægður eftir tapið gegn Króötum í gær. Nú þarf Ísland að treysta á hjálp frá Slóveníu á morgun til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49