Formannsefnið sem á ekki bara erindi við Mjóddina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2025 09:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sækist eftir formannsembætti Sjálfstæðisflokksins. Nú er bara að sjá hver býður henni birginn. Vísir/RAX Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu. „Það gæti verið gáfulegt fyrir þig að fylgjast með samfélagsmiðlum Áslaugar á sunnudaginn,“ sagði heimildamaður minn við mig í vikunni, þegar ég spurðist fyrir um hvort Áslaug Arna ætlaði að láta slag standa og sækjast eftir embætti formanns. Það var eins og við manninn mælt, á laugardeginum birtist óræður og dularfullur Facebook-viðburður. Yfirskriftin: „Áslaug Arna boðar til fundar“ var ekki til þess fallinn að vekja vafa í brjósti manns. Þetta var alveg augljóst. Klukkan eitt á sunnudegi var förinni heitið í Sjálfstæðissalinn á Austurvelli, sem í eina tíð þekktist undir heitinu NASA. Þangað hélt undirritaður með það í huga að mæla út fundargesti. Og kannski það sem meira var, reyna að ljá því einhvers konar þýðingu hverjir kusu að sitja heima. Um leið og gengið var inn í salinn (hvar var viðurstyggilega heitt), réttar tvær mínútur í eitt, var ljóst að Áslaug ætti sér marga stuðningsmenn. Þó var einnig viðstatt fólk sem er ekki endilega á því að hún eigi að taka við formannssætinu. Þeirra á meðal var listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem var fyrstur til að tilkynna framboð til embættis formanns. Snorri lét sig ekki vanta í Sjálfstæðissalinn, og rétt áður en ræðuhöld hófust heyrðist hann segja í símann, við ónefndan viðmælanda: „Ég held að hún sé að fara að tilkynna mótframboð“. Laukrétt hjá Snorra, sem las salinn eins og opna bók. Hvar var þingflokkurinn? Líkt og áður hefur verið greint frá mætti enginn úr nýkjörnum þingflokki Sjálfstæðisflokksins, nema auðvitað Áslaug sjálf, á fundinn. Þó er ekki þar með sagt að Áslaug njóti ekki stuðnings samstarfsfólks síns á þingi, en Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði ljóst að Áslaug nyti stuðnings fjölda fólks í flokknum, meðal annars á þingi. Hins vegar gæti einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki, og því ótækt að ætla að lesa of mikið í fjarveru einstakra þingmanna. Sjálf sagðist Hildur ekkert ætla að gefa upp um hvern hún styddi til forystu í flokknum fyrr en nær drægi landsfundi, sem fer fram dagana 28. febrúar til 2. mars. Formaður verður kjörinn á sunnudeginum, síðasta degi landsfundar. Fálkinn ekki að fara neitt Um leið og gengið var inn í salinn mátti sjá ákveðið myndmál, mínímalíska útgáfu af fálkanum, tákni Sjálfstæðisflokksins. Ósagt skal látið hvort blaðamanni eða samstarfsmanni hans þótti merkið sérstaklega flott, en ljóst var að hugað hafði verið að grafískri ímynd formannsframboðsins. Merkinu, sem vakti nokkra athygli, er þó ekki ætlað að koma í stað hins hefðbundna merkis Sjálfstæðisflokksins, fari svo að Áslaug beri sigur úr býtum. Eflaust einhverjir Sjálfstæðismenn sem anda léttar yfir þeim fréttum, enda nýja merkið meira eins og bókstafurinn Vaff, heldur en fálki. En nóg um það. Fjölskyldan fremst í (Sjálfstæðis)flokki „Þetta gerir enginn einn“, sagði Áslaug Arna í innblásinni, og nokkuð langri, framboðsræðu sinni. Það er sennilega alveg rétt. Og af mætingunni að dæma er Áslaug langt frá því að vera ein í þessari vegferð. Hefst nú nokkuð löng upptalning á þeim sem klöppuðu hvað hæst, og telja má til dyggra stuðningsmanna formannsefnisins. Fremstir í flokki voru Sigurbjörn Markússon, lögmaður og stjórnarformaður Árvakurs, sem einnig vill svo til að er faðir Áslaugar. Honum við hlið stóð Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, sem klappaði ekki síður mikið fyrir systur sinni. Og skyldi engan undra, þeir halda með sinni konu. Þar var einnig Arnar Ingason, stjúpbróðir Áslaugar, sem brosti út í eitt, eflaust vegna framboðs systur sinnar. Líf, ertu að grínast? Áslaug á þó ekki aðeins stuðninginn vísan frá sínum helstu skyldmennum, heldur var þarna að finna fjölda nafntogaðra einstaklinga. Byrjum á byrjuninni. Þrátt fyrir að þingflokkurinn hafi látið sig vanta, var þarna fjöldinn allur af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, var á svæðinu ásamt börnum sínum. Hún var langt frá því að vera eini fulltrúi flokksins í borgarstjórn sem virðist hliðhollur Áslaugu, því Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi, og tveir fyrrverandi borgarfulltrúar, þau Katrín Atladóttir og Bergur Þorri Benjamínsson voru einnig mætt til þess að fylgjast með herlegheitunum. Sérstaka athygli fréttamanna vakti að fulltrúi allt annars flokks lét einnig sjá sig, nefnilega Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna. Lesi í það hver sem vill, þrátt fyrir að það sé eiginlega ógerningur. Fjöldi fólks var saman kominn til að hvetja Áslaugu til dáða.Vísir/RAX Upptalningu á sveitarstjórnarfulltrúum sem á svæðinu voru er ekki lokið, þar sem Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, stóð í hliðarsalnum og fylgdist með. Hann ræddi meðal annars um gang mála við Björgu Fenger, bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Fyrrverandi ráðherrar fylgdust með Ef þú, kæri lesandi, hélst að upptalningunni á fornfrægum Sjálfstæðismönnum væri lokið, þá hafðir þú hrapallega rangt fyrir þér. Þarna voru einnig fyrir á fleti fulltrúar flokksins sem hafa látið að sér kveða í landsmálunum. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, einn þaulsetnasti ráðherra flokksins og áhrifamaður innan flokksins til margra ára, sat úti í horni og fylgdist með. Þar var hann ásamt Sólveigu Pétursdóttur, fyrsta kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem fagnaði Áslaugu ákaft eftir að sú síðarnefnda tilkynnti um framboð sitt. Af mætingunni að dæma ætti Áslaug ekki að eiga í vandræðum með að afla sér fylgis. Vísir/RAX Í salnum var líka Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og síðar fjármálaráðherra, en Óli Björn Kárason, Drífa Hjartardóttir og Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi þingmenn flokksins voru einnig á svæðinu. Allir sem eru eitthvað Á fundinum var einnig fjöldi fólks sem kalla mætti fulltrúa atvinnulífsins. Þar er helst að nefna Heiðar Guðjónsson, fjárfesti og hagfræðing, en hann hefur raunar verið nefndur ítrekað til sögunnar sem mögulegur frambjóðandi til formannsembættisins. Þarna var einnig Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, auk lögmannanna Kristínar Edwald, Gísla Gíslasonar og Helga Jóhannessonar. Páll Ásgeir Guðmundsson, sem stýrði kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, og er raunar fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, hélt sig aftarlega í salnum en var hinn kátasti. Fjölmiðlafólk af hinum ýmsu sviðum lét sig heldur ekki vanta. Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála, var á meðal viðstaddra, rétt eins og starfssystur hans, þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, úr hlaðvarpinu Komið gott. Þá var hlaðvarparinn Þórarinn Hjartarson, úr Ein pæling, meðal viðstaddra. Marta María Winkel, blaðamaður á mbl.is og eiginmaður hennar, Páll Winkel, mættu einnig á fundinn. Áslaug sagði Ísland og Sjálfstæðisflokkinn á krossgötum. Nú væri allra síst tíminn til að bíða.Vísir/RAX Einhverjum hefði komið á óvart ef Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, hefði látið sig vanta. Hann gerði það ekki. Bjarni mætti ekki Nokkur spenna hefur ríkt eftir því hvort Bjarni Benediktsson, fráfrandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi lýsa yfir stuðning við einhvern frambjóðanda. Þar hafa Áslaug og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem ætlar ekki að sækjast eftir formannsembættinu, iðulega verið nefndar. Bjarni var ekki meðal fundarmanna, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann erlendis í skíðafríi. Mætingu hans á fund sem þennan hefði auðveldlega mátt túlka sem stuðningsyfirlýsingu af einhverju tagi. Bjarnafólk mætti samt Þrátt fyrir að Bjarni hafi verið vant við látinn mættu á fundinn Margrét dóttir hans, Ísak unnusti hennar, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, og Nanna Kristín Tryggvadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður. Örðugt er að ætla að þarna sé á ferð stuðningsyfirlýsing frá Bjarna, en þó er vert að minnast á að framangreint fólk lét sig í það minnsta ekki vanta. Bjarni var þó ekki sá eini sem lét sig vanta. Formenn stærstu ungliðahreyfinga Sjálfstæðisflokksins voru hvergi sjáanlegir. Þar er bæði um að ræða Samband ungra Sjálfstæðismanna, hvers formaður var erlendis, en einnig Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nýstárlegur fálkinn sést hér í for- og bakgrunni.Vísir/RAX Þegar hér er komið sögu er orðinn hálfgerður ógerningur að flokka gesti fundarins niður eftir starfi eða titlum. Hefst hér óreiðukennd upptalning: Þarna voru Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Einar Bollason, fyrrverandi formaður KKÍ, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Tómas Þór Þórðarson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, varaþingmaður og nýr starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Gullaarmurinn teygir sig víða Það vakti sérstaka athygli að í salnum mátti finna fólk sem er allt annað en yfirlýstir stuðningsmenn Áslaugar. Nefnilega, Gullafólk. Fólk sem hefur leynt og ljóst unnið að því að vinna Guðlaugi Þór Þórðarsyni, samráðherra Áslaugar í síðustu ríkisstjórn, fylgi innan flokksins. Guðlaugi tókst ekki að verða formaður í síðustu atrennu, á landsfundi 2022. Guðlaugur, sem laut í lægra haldi fyrir Bjarna Benediktssyni, þykir augljós kandídat nú þegar Sjálfstæðismenn koma saman í næsta mánuði. Varla þarf að taka fram að Guðlaugur var ekki á fundi Áslaugar. Guðlaugur þegir enn þunnu hljóði um næstu skref. Einhverjir af hans helstu stuðningsmönnum voru þó mættir að leikgreina mótherjann, hvað sem það svo þýðir. Við sjáum til. Ræða Orra Einn maður sem enn á eftir að kynna til sögunnar er Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans. Hann sinnti sérstöku hlutverki á fundinum, sem fólst í því að kynna til leiks „manneskju dagsins“, eins og hann orðaði það sjálfur. Blaðamenn þurftu raunar að spyrja sig hvort þetta væri ekki örugglega Orri, þegar hann steig upp í pontu. Það var og. Orri, sem þykir með liprari ræðumönnum, hélt snarpa en fangandi ræðu, áður en hann kynnti Áslaugu til leiks. Í ræðunni, sem taldi einhverjar fjórar mínútur, tókst Orra að skjóta á pólitíska andstæðinga Áslaugar, sem og þau sem talin voru líklegust til að taka formannsslaginn á móti henni, þau Þórdísi Kolbrúnu og Guðlaug Þór. „Hún á erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“, sagði Orri. Engum þarf að dyljast að þar vísaði Orri til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem eins og áður sagði verður að telja einn líklegasta andstæðing Áslaugar, þrátt fyrir að hann hafi ekki viljað segja af eða á um sitt eigið formannsframboð. Áslaug og Guðlaugur hafa einmitt háð kröftuga baráttu um ítök í flokknum. Baráttu, sem birtist hvað best í kapphlaupi þeirra um oddvitasæti í sameinuðu Reykjavíkurkjördæmi í aðdraganda alþingiskosninganna 2021. Þar hafði Guðlaugur, sem bauð sig fram til formanns árið 2022, betur og fagnaði með eftirminnilegum hætti. Hver á næsta leik? Fari svo að Áslaug Arna standi uppi sem formaður Sjálfstæðisflokksins yrði um sögulegan sigur að ræða. Ekki aðeins yrði hún yngsti formaðurinn í sögu flokksins, heldur einnig fyrsta konan til að gegna embættinu. Það kann þó að vera varhugavert að tilkynna fyrst um framboð til þessa háa embættis. Þeir sem fréttamaður hefur rætt við, og er þá um að ræða innmúraða Sjálfstæðismenn, segja að með því sé Áslaug að gefa út takmarkalaust skotleyfi. Það er allt undir, og ekkert er óleyfilegt. Umræðan geti vægast sagt orðið óvægin. Áslaug þakkaði stuðningsfólki sínu innilega fyrir, að fundi loknum.Vísir/RAX Guðlaugur Þór, sem þykir líklegastur til að veita Áslaugu samkeppni um embættið, hefur enn ekki viljað gefa neitt út um fyrirætlanir sínar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðaherra, einnig verið nefnd til sögunnar, þá sérstaklega í því samhengi að hún geti sameinað flokkinn og fært áherslurnar frá hjaðningarvígum og gömlum deilum, sem Áslaug og Guðlaugur Þór eru ekki saklaus af að hafa tekið þátt í. Hvað sem því líður er ljóst, að þegar mánuður er til landsfundar, á Áslaug sigurinn allt annað en vísan. Vika er langur tími í pólitík og það er allra veðra von í febrúar, eins og skáldið sagði. Að því sögðu bíð ég spenntur eftir útspili annarra frambjóðenda. Ég hlakka til að mæta á aðra eins fjöldafundi, og telja fræga fólkið. Hver veit nema Davíð Oddsson mæti þá? Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. 26. janúar 2025 23:19 Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18 Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00 Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Það gæti verið gáfulegt fyrir þig að fylgjast með samfélagsmiðlum Áslaugar á sunnudaginn,“ sagði heimildamaður minn við mig í vikunni, þegar ég spurðist fyrir um hvort Áslaug Arna ætlaði að láta slag standa og sækjast eftir embætti formanns. Það var eins og við manninn mælt, á laugardeginum birtist óræður og dularfullur Facebook-viðburður. Yfirskriftin: „Áslaug Arna boðar til fundar“ var ekki til þess fallinn að vekja vafa í brjósti manns. Þetta var alveg augljóst. Klukkan eitt á sunnudegi var förinni heitið í Sjálfstæðissalinn á Austurvelli, sem í eina tíð þekktist undir heitinu NASA. Þangað hélt undirritaður með það í huga að mæla út fundargesti. Og kannski það sem meira var, reyna að ljá því einhvers konar þýðingu hverjir kusu að sitja heima. Um leið og gengið var inn í salinn (hvar var viðurstyggilega heitt), réttar tvær mínútur í eitt, var ljóst að Áslaug ætti sér marga stuðningsmenn. Þó var einnig viðstatt fólk sem er ekki endilega á því að hún eigi að taka við formannssætinu. Þeirra á meðal var listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem var fyrstur til að tilkynna framboð til embættis formanns. Snorri lét sig ekki vanta í Sjálfstæðissalinn, og rétt áður en ræðuhöld hófust heyrðist hann segja í símann, við ónefndan viðmælanda: „Ég held að hún sé að fara að tilkynna mótframboð“. Laukrétt hjá Snorra, sem las salinn eins og opna bók. Hvar var þingflokkurinn? Líkt og áður hefur verið greint frá mætti enginn úr nýkjörnum þingflokki Sjálfstæðisflokksins, nema auðvitað Áslaug sjálf, á fundinn. Þó er ekki þar með sagt að Áslaug njóti ekki stuðnings samstarfsfólks síns á þingi, en Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði ljóst að Áslaug nyti stuðnings fjölda fólks í flokknum, meðal annars á þingi. Hins vegar gæti einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki, og því ótækt að ætla að lesa of mikið í fjarveru einstakra þingmanna. Sjálf sagðist Hildur ekkert ætla að gefa upp um hvern hún styddi til forystu í flokknum fyrr en nær drægi landsfundi, sem fer fram dagana 28. febrúar til 2. mars. Formaður verður kjörinn á sunnudeginum, síðasta degi landsfundar. Fálkinn ekki að fara neitt Um leið og gengið var inn í salinn mátti sjá ákveðið myndmál, mínímalíska útgáfu af fálkanum, tákni Sjálfstæðisflokksins. Ósagt skal látið hvort blaðamanni eða samstarfsmanni hans þótti merkið sérstaklega flott, en ljóst var að hugað hafði verið að grafískri ímynd formannsframboðsins. Merkinu, sem vakti nokkra athygli, er þó ekki ætlað að koma í stað hins hefðbundna merkis Sjálfstæðisflokksins, fari svo að Áslaug beri sigur úr býtum. Eflaust einhverjir Sjálfstæðismenn sem anda léttar yfir þeim fréttum, enda nýja merkið meira eins og bókstafurinn Vaff, heldur en fálki. En nóg um það. Fjölskyldan fremst í (Sjálfstæðis)flokki „Þetta gerir enginn einn“, sagði Áslaug Arna í innblásinni, og nokkuð langri, framboðsræðu sinni. Það er sennilega alveg rétt. Og af mætingunni að dæma er Áslaug langt frá því að vera ein í þessari vegferð. Hefst nú nokkuð löng upptalning á þeim sem klöppuðu hvað hæst, og telja má til dyggra stuðningsmanna formannsefnisins. Fremstir í flokki voru Sigurbjörn Markússon, lögmaður og stjórnarformaður Árvakurs, sem einnig vill svo til að er faðir Áslaugar. Honum við hlið stóð Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, sem klappaði ekki síður mikið fyrir systur sinni. Og skyldi engan undra, þeir halda með sinni konu. Þar var einnig Arnar Ingason, stjúpbróðir Áslaugar, sem brosti út í eitt, eflaust vegna framboðs systur sinnar. Líf, ertu að grínast? Áslaug á þó ekki aðeins stuðninginn vísan frá sínum helstu skyldmennum, heldur var þarna að finna fjölda nafntogaðra einstaklinga. Byrjum á byrjuninni. Þrátt fyrir að þingflokkurinn hafi látið sig vanta, var þarna fjöldinn allur af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, var á svæðinu ásamt börnum sínum. Hún var langt frá því að vera eini fulltrúi flokksins í borgarstjórn sem virðist hliðhollur Áslaugu, því Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi, og tveir fyrrverandi borgarfulltrúar, þau Katrín Atladóttir og Bergur Þorri Benjamínsson voru einnig mætt til þess að fylgjast með herlegheitunum. Sérstaka athygli fréttamanna vakti að fulltrúi allt annars flokks lét einnig sjá sig, nefnilega Líf Magneudóttir, eini borgarfulltrúi Vinstri grænna. Lesi í það hver sem vill, þrátt fyrir að það sé eiginlega ógerningur. Fjöldi fólks var saman kominn til að hvetja Áslaugu til dáða.Vísir/RAX Upptalningu á sveitarstjórnarfulltrúum sem á svæðinu voru er ekki lokið, þar sem Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, stóð í hliðarsalnum og fylgdist með. Hann ræddi meðal annars um gang mála við Björgu Fenger, bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna í Garðabæ. Fyrrverandi ráðherrar fylgdust með Ef þú, kæri lesandi, hélst að upptalningunni á fornfrægum Sjálfstæðismönnum væri lokið, þá hafðir þú hrapallega rangt fyrir þér. Þarna voru einnig fyrir á fleti fulltrúar flokksins sem hafa látið að sér kveða í landsmálunum. Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður, einn þaulsetnasti ráðherra flokksins og áhrifamaður innan flokksins til margra ára, sat úti í horni og fylgdist með. Þar var hann ásamt Sólveigu Pétursdóttur, fyrsta kvenráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem fagnaði Áslaugu ákaft eftir að sú síðarnefnda tilkynnti um framboð sitt. Af mætingunni að dæma ætti Áslaug ekki að eiga í vandræðum með að afla sér fylgis. Vísir/RAX Í salnum var líka Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og síðar fjármálaráðherra, en Óli Björn Kárason, Drífa Hjartardóttir og Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi þingmenn flokksins voru einnig á svæðinu. Allir sem eru eitthvað Á fundinum var einnig fjöldi fólks sem kalla mætti fulltrúa atvinnulífsins. Þar er helst að nefna Heiðar Guðjónsson, fjárfesti og hagfræðing, en hann hefur raunar verið nefndur ítrekað til sögunnar sem mögulegur frambjóðandi til formannsembættisins. Þarna var einnig Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, auk lögmannanna Kristínar Edwald, Gísla Gíslasonar og Helga Jóhannessonar. Páll Ásgeir Guðmundsson, sem stýrði kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, og er raunar fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, hélt sig aftarlega í salnum en var hinn kátasti. Fjölmiðlafólk af hinum ýmsu sviðum lét sig heldur ekki vanta. Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála, var á meðal viðstaddra, rétt eins og starfssystur hans, þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, úr hlaðvarpinu Komið gott. Þá var hlaðvarparinn Þórarinn Hjartarson, úr Ein pæling, meðal viðstaddra. Marta María Winkel, blaðamaður á mbl.is og eiginmaður hennar, Páll Winkel, mættu einnig á fundinn. Áslaug sagði Ísland og Sjálfstæðisflokkinn á krossgötum. Nú væri allra síst tíminn til að bíða.Vísir/RAX Einhverjum hefði komið á óvart ef Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, hefði látið sig vanta. Hann gerði það ekki. Bjarni mætti ekki Nokkur spenna hefur ríkt eftir því hvort Bjarni Benediktsson, fráfrandi formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi lýsa yfir stuðning við einhvern frambjóðanda. Þar hafa Áslaug og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem ætlar ekki að sækjast eftir formannsembættinu, iðulega verið nefndar. Bjarni var ekki meðal fundarmanna, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann erlendis í skíðafríi. Mætingu hans á fund sem þennan hefði auðveldlega mátt túlka sem stuðningsyfirlýsingu af einhverju tagi. Bjarnafólk mætti samt Þrátt fyrir að Bjarni hafi verið vant við látinn mættu á fundinn Margrét dóttir hans, Ísak unnusti hennar, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, og Nanna Kristín Tryggvadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður. Örðugt er að ætla að þarna sé á ferð stuðningsyfirlýsing frá Bjarna, en þó er vert að minnast á að framangreint fólk lét sig í það minnsta ekki vanta. Bjarni var þó ekki sá eini sem lét sig vanta. Formenn stærstu ungliðahreyfinga Sjálfstæðisflokksins voru hvergi sjáanlegir. Þar er bæði um að ræða Samband ungra Sjálfstæðismanna, hvers formaður var erlendis, en einnig Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nýstárlegur fálkinn sést hér í for- og bakgrunni.Vísir/RAX Þegar hér er komið sögu er orðinn hálfgerður ógerningur að flokka gesti fundarins niður eftir starfi eða titlum. Hefst hér óreiðukennd upptalning: Þarna voru Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona, Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, Einar Bollason, fyrrverandi formaður KKÍ, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Tómas Þór Þórðarson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, varaþingmaður og nýr starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Gullaarmurinn teygir sig víða Það vakti sérstaka athygli að í salnum mátti finna fólk sem er allt annað en yfirlýstir stuðningsmenn Áslaugar. Nefnilega, Gullafólk. Fólk sem hefur leynt og ljóst unnið að því að vinna Guðlaugi Þór Þórðarsyni, samráðherra Áslaugar í síðustu ríkisstjórn, fylgi innan flokksins. Guðlaugi tókst ekki að verða formaður í síðustu atrennu, á landsfundi 2022. Guðlaugur, sem laut í lægra haldi fyrir Bjarna Benediktssyni, þykir augljós kandídat nú þegar Sjálfstæðismenn koma saman í næsta mánuði. Varla þarf að taka fram að Guðlaugur var ekki á fundi Áslaugar. Guðlaugur þegir enn þunnu hljóði um næstu skref. Einhverjir af hans helstu stuðningsmönnum voru þó mættir að leikgreina mótherjann, hvað sem það svo þýðir. Við sjáum til. Ræða Orra Einn maður sem enn á eftir að kynna til sögunnar er Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans. Hann sinnti sérstöku hlutverki á fundinum, sem fólst í því að kynna til leiks „manneskju dagsins“, eins og hann orðaði það sjálfur. Blaðamenn þurftu raunar að spyrja sig hvort þetta væri ekki örugglega Orri, þegar hann steig upp í pontu. Það var og. Orri, sem þykir með liprari ræðumönnum, hélt snarpa en fangandi ræðu, áður en hann kynnti Áslaugu til leiks. Í ræðunni, sem taldi einhverjar fjórar mínútur, tókst Orra að skjóta á pólitíska andstæðinga Áslaugar, sem og þau sem talin voru líklegust til að taka formannsslaginn á móti henni, þau Þórdísi Kolbrúnu og Guðlaug Þór. „Hún á erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“, sagði Orri. Engum þarf að dyljast að þar vísaði Orri til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem eins og áður sagði verður að telja einn líklegasta andstæðing Áslaugar, þrátt fyrir að hann hafi ekki viljað segja af eða á um sitt eigið formannsframboð. Áslaug og Guðlaugur hafa einmitt háð kröftuga baráttu um ítök í flokknum. Baráttu, sem birtist hvað best í kapphlaupi þeirra um oddvitasæti í sameinuðu Reykjavíkurkjördæmi í aðdraganda alþingiskosninganna 2021. Þar hafði Guðlaugur, sem bauð sig fram til formanns árið 2022, betur og fagnaði með eftirminnilegum hætti. Hver á næsta leik? Fari svo að Áslaug Arna standi uppi sem formaður Sjálfstæðisflokksins yrði um sögulegan sigur að ræða. Ekki aðeins yrði hún yngsti formaðurinn í sögu flokksins, heldur einnig fyrsta konan til að gegna embættinu. Það kann þó að vera varhugavert að tilkynna fyrst um framboð til þessa háa embættis. Þeir sem fréttamaður hefur rætt við, og er þá um að ræða innmúraða Sjálfstæðismenn, segja að með því sé Áslaug að gefa út takmarkalaust skotleyfi. Það er allt undir, og ekkert er óleyfilegt. Umræðan geti vægast sagt orðið óvægin. Áslaug þakkaði stuðningsfólki sínu innilega fyrir, að fundi loknum.Vísir/RAX Guðlaugur Þór, sem þykir líklegastur til að veita Áslaugu samkeppni um embættið, hefur enn ekki viljað gefa neitt út um fyrirætlanir sínar. Þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðaherra, einnig verið nefnd til sögunnar, þá sérstaklega í því samhengi að hún geti sameinað flokkinn og fært áherslurnar frá hjaðningarvígum og gömlum deilum, sem Áslaug og Guðlaugur Þór eru ekki saklaus af að hafa tekið þátt í. Hvað sem því líður er ljóst, að þegar mánuður er til landsfundar, á Áslaug sigurinn allt annað en vísan. Vika er langur tími í pólitík og það er allra veðra von í febrúar, eins og skáldið sagði. Að því sögðu bíð ég spenntur eftir útspili annarra frambjóðenda. Ég hlakka til að mæta á aðra eins fjöldafundi, og telja fræga fólkið. Hver veit nema Davíð Oddsson mæti þá?
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. 26. janúar 2025 23:19 Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18 Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00 Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. 26. janúar 2025 23:19
Áslaug hafi þennan „x-factor“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna nái hún kjöri. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 26. janúar 2025 19:18
Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ 26. janúar 2025 17:00
Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05