Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:21 Travis Kelce fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt með kærustu sinni Taylor Swift. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna. NFL Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna.
NFL Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira