Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 19:04 Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varar fólk eindregið gegn því að taka lyf sem keypt eru á svörtum markaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“ Lögreglumál Lyf Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Grunur leikur á að maðurinn hafi tekið falsaða Xanax töflu en lyfið er vinsælt lyfseðilsskylt lyf í Bandaríkjunum og er notað við kvíða. Lyfið er hins vegar ekki fáanlegt í apótekum hér á landi. Virka efnið í Xanax er Alprazolam en hinar fölsuðu töflur innihalda í raun efnið Flualprazolam en það lyf er ekki almennt selt í apótekum. „Það er bara það sem við óttumst að fólk fari og kannski fólk sem er að kaupa þetta haldi að það sé að kaupa eitthvað sem það er búið að kaupa áður. Veit ekki nákvæmlega hvað þetta inniheldur og fyrir vikið þá tekur það eitthvað sem það þekkir ekki,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töflurnar séu seldar á svörtum markaði hér á landi og auðvelt að nálgast þær. „Það er enginn sem veit hvað er í þessu. Þetta er bara steypt einhvers staðar og það sem er sett í þetta það er ekki þar með sagt að það sé eitthvað sem einhver getur svarað fyrir nákvæmlega. Það er bara alls ekki.“ Töluvert magn af fíkniefnum og ávana- og fíknilyfjum er í vörslu lögreglu eftir að fjölmörg slík mál hafa komið upp undanfarið.Vísir/Sigurjón Þannig sé oft erfitt að átta sig á styrkleika þess sem verið sé að taka en lögregla lagði nýlega hald á óvenjusterkar MDMA töflur á leið til landsins. Þær innihéldu tvöfalt meira magn MDMA en töflurnar gera að jafnaði. Elín segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist undanfarin misseri. „Við erum sammála, sem störfum við þetta, að það sé talsvert mikil aukning á lyfjum. Á því sem eiga að heita lyf. Því sem að líta út eins og lyf sem koma út úr apótekinu.“ Þá varar hún fólk við að kaupa lyf á svörtum markaði. Falskvíðalyfin sem lögregla hefur áhyggjur af að séu í umferð líta svipað út og þessar töflur.Vísir/Sigurjón „Auðvitað er það bara rosalega gott ef að menn myndu bara taka það sem að læknirinn skrifar upp á og þú færð út úr apótekinu og fer í gegnum þann feril en ekki í undirheimunum. Þegar menn eru að kaupa svona lyf þá eru menn bara að gambla með líf sitt. Það er bara þannig.“
Lögreglumál Lyf Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira