Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar 29. janúar 2025 08:33 Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjölmiðlar Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar