Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 10:32 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“ Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka, sem gefin var út í morgun. Í samantekt á vef bankans segir að eftir kraftmikinn hagvaxtarkipp árin 2021 og 2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem lengra leið á árið 2023. Segja megi að hagkerfið hafi jafnt og þétt snúist frá þenslu til aðlögunar. Sú þróun hafi einnig einkennt fyrstu þrjá fjórðunga síðasta árs, enda hafi eitt prósent samdráttur mælst í vergri landsframleiðslu, VLF, að jafnaði á tímabilinu. Greiningardeildin áætli að VLF hafi skroppið saman um 0,5 prósent að raungildi árið 2024. Hagvöxtur fari vaxandi Á þessu ári telji deildin að hagvöxtur mælist 2,2 prósent. Vaxandi neysla, sér í lagi einkaneysla, eigi drýgstan þátt í þeim vexti. Þar komi til örari kaupmáttarvöxtur, áframhaldandi fólksfjölgun og ráðstöfun á hluta af uppsöfnuðum sparnaði. Síðari tvö ár spátímans sé útlit fyrir heldur hraðari hagvöxt eða um 2,5 prósenta árið 2026 og 2,6 prósenta árið 2027. Eftir viðskiptaafgang ársins 2023 hafi slegið nokkuð í bakseglin á viðskiptajöfnuði á síðasta ári. Útlit sé fyrir að viðskiptahalli á síðasta ári hafi alls numið tæplega 70 milljörðum króna, sem samsvari um það bil 1,5 prósentum af VLF ársins. „Við teljum horfur á heldur hagfelldari þróun á spátímanum þó trúlega verði lítilsháttar viðskiptahalli í ár, eða sem nemur 0,3% af VLF ársins. Á næsta ári eru horfur á að viðskiptajöfnuður verði rétt við núllið og á árinu 2027 gæti viðskiptaafgangur numið 0,5% af VLF. Við gerum einnig ráð fyrir lítilsháttar styrkingu krónu á fyrri hluta spátímans. Eftir því sem líður á aukast hins vegar líkurnar á einhverri veikingu krónu ef fram heldur sem horfir að verðlag hérlendis hækki hraðar en í nágrannalöndum.“ Vinnumarkaður nærri fullri atvinnu Þá segir að verðbólga hafi hjaðnað talsvert frá því hún náði hápunkti á fyrri hluta árs 2023. Atvinnuleysi hafi þó ekki aukist verulega og vinnumarkaður sé enn nálægt því sem kalla mætti fulla atvinnu. Langtímakjarasamningar við stærstan hluta vinnumarkaðar hafi þó eytt töluverðri óvissu varðandi framhaldið. Horfur séu á að íbúðamarkaður gefi aðeins eftir á spátímanum þó hóflegar raunverðshækkanir séu í kortunum að mati greiningardeildarinnar. Verðbólga í viðskiptalöndum Íslands hafi hjaðnað og náð markmiði víða en nokkur óvissa varðandi framhaldið sé enn til staðar. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 3,6% á þessu ári, 3,0% árið 2026 og 3,2% árið 2027. Vaxtalækkunarferli er loksins hafið eftir alllangt hávaxtatímabil. Við gerum ráð fyrir að vaxtalækkunarferli haldi áfram fram á mitt ár 2026. Stýrivextir verða 6,5% í árslok 2025 og á bilinu 5,0% - 5,5% á seinni hluta spátímans að okkar mati.“
Íslandsbanki Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira