Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 12:07 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki. Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki.
Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira