Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að á fimmtudaginn 23. janúar síðastliðinn hafi lögreglunni borist tilkynning um að hundur hefði ráðist á konu, sem var á gangi eftir Wilhelmínugötu til móts við Jóninnuhaga á Akureyri.
Málið sé til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Matvælastofnun og Akureyrarbæ hafi verið tilkynnt um málið en þær stofnanir fari með málefni hundsins.
„Upplýsingar eru um að mögulega hafi vitni verið að árásinni. Viðkomandi eru beðin um að gefa sig fram við lögreglu eða hafa samband í síma 444-2800 á opnunartíma.“