Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 20:12 Donald Trump segir að hægt verði að senda þrjátíu þúsund manns í fangabúðir á Kúbu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst. Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51