Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 29. janúar 2025 21:48 Ármann Höskuldsson segir eldgos við flekamót geta orðið ansi stór. Vísir/Arnar Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. „Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21