Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2025 08:01 Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið geta reynst eins og bjölluat. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót. Lilja segir að Framsóknarmenn hefðu viljað sjá verðbólgu og vexti fara niður áður en boðað yrði til kosninga. Eftir mikla bresti í stjórnarsamstarfinu ákvað Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra hins vegar að sprengja stjórnarsamstarfið og boða til alþingiskosninga með stuttum fyrirvara sem fram fóru hinn 30. nóvember. Lilja segir Framsóknarflokkinn lengi hafa verið flokk heimilanna. „Þegar heimilin sjá vaxtabyrði aukast og þau þurfa að endurfjármagna út af miklum vaxtakostnaði þá er flokkur eins og Framsóknarflokkurinn í vanda,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Verðbólga og ákall um breytingar bitnaði á Framsókn Löng seta flokksins í ríkisstjórnum, efnahagsástandið og ákall um breytingar hafi framkallað þessa niðurstöðu í kosningunum í nóvember. „Þetta munaði litlu. Ég var inni og úti alla nóttina en ég er líka þannig gerð að ég sé líka tækifæri í þessu,“ segir Lija. Hefði flokkurinn fengið aðeins meiri styrk og endað í núverandi ríkisstjórn hefði getað farið fyrir Framsókn eins og Vinstri grænum þegar framliðu stundir. Lilja segir ekki þýða fyrir Framsóknarflokkinn að gráta slæm kosningaúrslit, heldur safna liði og sækja fram.Vísir/Vilhelm „Þannig að það þýðir ekkert fyrir okkur að gráta Björn bónda heldur safna liði. Stjórnmálin eru að breytast mjög hratt. Ég man ekki eftir svona miklum breytingum á bæði alþjóðamálunum og svo innanlandsmálunum.“ Alþjóðamálin væru aftur orðin fyrirferðarmikil eins og á tímum kalda stríðsins. Einnig með því að ný ríkisstjórn setji evrópusambandsaðild Íslands aftur á dagskrá með því að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja á ný „aðlögunarviðræður“ að sambandinu eins og hún kallar það. Sýndi Framsóknarflokkurinn of mikið langlundargeð í stjórnarsamstarfinu með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Þá kannski sérstaklega Sjálfstæðisflokknum því Sjálfstæðismenn lögðu oft stein í götu ykkar mála, ekki hvað síst mála sem þú varst með á þinni könnu? „Það er svolítið eðli okkar að reyna að láta hlutina ganga upp. Við erum samvinnuflokkur og samvinnuhugsjón er stefna sem gengur út á málamiðlanir,“ segir Lilja. Flokkurinn trúi líka á stjórnfestu en líka að gefa þeim sem sitja við sama borð tækifæri til að ná góðri niðurstöðu. „Svo sjáum við hjá núverandi ríkisstjórn sem er að fara í evrópuvegferð þar sem einn flokkanna er alveg á móti. Það var þó ekkert svoleiðis hjá okkur, ekkert grundvallaratriði þar sem flokkarnir voru mjög ósáttir,“ segir varaformaðurinn. Það hafi hins vegar verið dálítið sérstak við fyrri ríkisstjórn að hún hafi alfarið séð um það sjálf að tala sig niður. Tókst á við Bjarna Ben um söluna á Íslandsbanka „Þú þarft alltaf að hafa fyrir hlutunum og ég þurfti sannarlega að hafa fyrir mínum málum allan tímann,“ rifjar Lilja upp. Hún og Bjarni Benediktsson fyrrverandi fjármála- og síðar forsætisráðherra hafi oft verið ósammála. Meirihluti hennar mála hafi samt þrátt fyrir allt komist í gegn að lokum. „Það sem við vorum til að mynda mjög óssamála um var seinni salan á Íslandsbanka. Þú getur ímyndað þér að það reyndi auðvitað á,“ segir Lilja. Hún hafi lagst gegn þeirri aðferð sem að síðan var notuð við söluna og reyndist ríkisstjórninni að lokum erfið. Silja telur að fyrri ríkisstjórn hafi gert mistök með þeirri aðferð sem beitt var við seinni söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm „Þessar athugasemdir sem ég hafði og tengdust aðferðarfræðinni voru réttar. Ég held að það hafi síðan skipt máli í sveitarstjórnarkosningum (2022) þar sem við unnum stórsigur. Þegar þú ert í stjórnmálum þarftu alltaf eitthvað að gefa eftir en þetta, af því að ég kom úr þessum seðlabanka-fjármálaheimi, var grundvallaratriði sem ég átti erfitt með að sætta mig við,“ segir Lilja sem sat í ráðherranefnd sem fjallaði um aðferðir við söluna á hlutunum í Íslandsbanka. Hún segist hafa sagt Bjarna Benediktssyni frá því að hún myndi greina frá þessum athugasemdum hennar opinberlega. Það tíðkaðist hins vegar ekki almennt að bóka athugasemdir hvorki á ráðherranefndarfundum né í ríkisstjórn. Þetta mál hafi tafið bata á stöðu ríkisfjármála og reynst kostnaðarsamt. „Eins og við sjáum núna því í raun er staða ríkissjóðs þokkaleg. Við erum með jákvæðan frumjöfnuð. Það er að segja endar ná saman en það sem dregur okkur niður vaxtakostnaður. Þannig að ef við hefðum staðið betur að íslandsbankasölunni væri vaxtakostnaðurinn minni og fjárlagahallinn mögulega enginn. En svona er þetta bara, þú færð ekki allt í gegn,“ segir Lilja. Hún segir það hins vegar heyra til undantekninga í Evrópu að ríkisstjórnir fái endurnýjað umboð eins og stjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi fengið í kosningunum 2021. Lilja segir að þrátt fyrir allt hafi auðvitað margt verið gott við fyrrverandi ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað var margt mjög gott við síðustu ríkisstjórn. Við vorum með þrjá sterka leiðtoga. Allir formennirnir voru mjög sterk í sínum flokkum og ég tala nú ekki um forsætisráðherrann,“ segir Lilja. Það hafi þó margt breyst við brottför Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði skilið við stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. „Enda sagði ég við hana þegar við ræddum forsetaframboðið að ég hefði miklar áhyggjur af því.“ Það er alþekkt víða um lönd og alls ekki óþekkt hér heldur að formenn flokka segi af sér embætti eftir að þeir tapa miklu fylgi í kosningum. Nú ætlar Bjarni Benediktsson til dæmis ekki að halda áfram og ætlar að segja af sér formennsku og þingmennsku. Finnst þér að Sigurður Ingi ætti að hugleiða sína stöðu við þessi kosningaúrslit? Framsókn alltaf réttum meginn ... eða þannig „Hann hefur sagt að hann vilji fara um allt land og er byrjaður á því. Að ræða við flokksmenn. Það sem ég hef sagt er að það er mjög mikilvægt að við hefjum mjög kröftuga uppbyggingu fyrir þennan elsta stjórnmálaflokk landsins. Stjórnmálaflokks sem hefur, ef þú ferð aðeins yfir söguna, verið réttum megin í lykilatriðum. Hvort sem það var sjálfstæðið 1944, þorskastríðin, aðildin að NATO, það að virkja og eitt og annað sem sýnir sig að skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir varaformaðurinn. Framsóknarflokkurinn lagðist hins vegar ásamt Alþýðubandalaginu gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Steingrímur Hermannsson þáverandi formaður flokksins hafði leitt ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki frá árinu 1988 til 1991 þar sem Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra hafði leitt viðræður Íslands um aðild að samningnum en þeim viðræðum var ólokið þegar kom að kosningum vorið 1991. Ríkisstjórn Steingríms hélt velli í kosningunum en þessi andstaða Framsóknarflokks og Alþýðubandalags varð til þess að Jón Baldvin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn undir forsæti Davíðs Oddssonar sem lofaði Jóni að Sjálfstæðismenn myndu standa með samningnum sem flokkurinn hafði annars í tíð ríkisstjórnar Steingríms séð allt til foráttu. Og þar sem þú heitir Lilja er við hæfi að segja að nú vildu allir Lilju kveðið hafa og segja að það hafi verið mikið framfaraskref að fara í EES? „Förum kannski aðeins yfir hverjar voru athugasemdir Steingríms og félaga á þessum tíma. Þeir höfðu mjög miklar áhyggjur á miklu innstreymi vinnuafls á sínum tíma. Þeir höfðu áhyggjur af landakaupum, að við myndum mögulega ekki halda í lykilauðlindir. Og hvað er að gerast núna. Það sem er að gerast núna er að við hefðum auðvitað átt að fá sérákvæði um landsvæði, af því það er ekki svo mikið. Alveg eins og Danir gerðu. Þannig að ég held að sumar af þessum athugasemdum sem Steingrímur Hermannsson hafði séu alveg að raungerast í dag,“ segir Lilja. Lagði áherslu á að fá íslenskuna í tölvuheiminn Hún væri mikill alþjóðasinni og Íslendingum vegnaði ekki vel án frjálsra viðskipta. Vissulega hafi það boðið upp á sveigjanleika að hafa aðgang að miklu vinnuafli. Hún hafi hins vegar alla tíð og innan síðustu ríkisstjórnar mælt fyrir áherlsu á rækt við tungumálið. Lilja segir að gæta þurfi að tungumálinu. Þess vegna hafi hún lagt mikla áherslu á að koma íslenskunni inn í tölvuheiminn og gervigreindina.Vísir/Vilhelm „Við verðum að leggja áherslu á menningu. Til þess að önnur kynslóð þess fólks sem er að koma njóti sömu tækifæra og við. Ef þetta er of mikið ráða kerfin okkar ekki við þetta. Þannig að þá ætla ég að segja aftur að Steingrímur var mjög framsækinn og framsýnn og sá þetta. Ég held að þessar áherslur Framsóknar á sínum tíma eigi við í dag,“ segir Lilja. Erlendir ríkisborgarar eru nú um tuttugu prósent íbúa landsins eða um áttatíu þúsund manns. Frá árunum rétt fyrir og eftir kórónuveirufaraldurinn hefur landsmönnum fjölgað um nánast íbúatölu Kópavogs. Mest er þetta fólk af Evrópska efnahagssvæðinu sem atvinnulífið á Íslandi þarf á að halda og hefur kallað eftir og heldur uppi hagvextinum í landinu. „Hagvöxtur og stækkun landsframleiðslunnar væri annars ekki eins mikill,“ segir Lilja. Íslendingar verði aftur á móti að hafa í huga að þetta væri gert með þeim hætti að þeir nái að halda utanum þá velferð sem hér hafi verið byggð upp. Mega ekki verða tvær þjóðir í landinu „Þannig að við séum ekki með tvær þjóðir í þessu yndislega, frábæra samfélagi sem við eigum. Ég þekki þetta svo vel því ég var í Fellaskóla eins og oft hefur komið fram og hef haldið miklum tengslum við þennan gamla skóla minn. Af því að mér þykir ofboðslega vænt um Breiðholtið,“ segir fyrrverandi mennta og menningarmálaráðherra. Hún hafi strax verið farin að vinna að því í borgarstjórn árið 2006 að auka íslenskukennslu. „Út af þessum áhyggjum sem maður hafði inn til framtíðar. Þannig að þetta verður allt að vera sjálfbært rétt eins og ríkisfjármálin,“ segir Lilja. „Þarna verða stjórnvöld og atvinnulífið að gera betur til þess að þeir sem koma hingað tali tungumálið okkar og börnin þeirra geri það líka. Vegna þess að brottfall þeirra á framhaldsskólastiginu er helmingi meira en barna af íslenskum uppruna.“ Hún efast hins vegar um að Íslendingar hefðu í ljósi fámennis þjóðarinnar getað fengið undanþágu frá frjálsri för fólks hingað. Enda gangi fjórfrelsið, meginstoðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðisins, út á frjálsa för fólks. Lilja segist heldur ekki vera að mælast til þess. Danir hefðu hins vegar fengið undanþágu frá ákvæðum um jarðakaup þegar þeir gengu í Evrópusambandið árið 1972 en þeir höfðu fyrst og fremst áhyggjur af uppkaupum útlendinga á sumarhúsalóðum. „Þeir voru mjög framsýnir að setja þetta sérákvæði. Og eins þótt Ísland sé mjög stórt eru ekki allar jarðir hér verðmætar en land gríðarlega mikilvægt upp á fæðuöryggi og annað slíkt.“ Mannfjöldasprengingin á Íslandi hófst ekki strax með gildistöku EES samningsins 1994 og í raun ekki fyrr en um eða upp úr aldamótunum. Hafa íslensk stjórnvöld sofið á verðinum síðustu tíu til fimmtán jafnvel tuttugu árin varðandi það hvernig bregðast ætti við þesari þróun? Lilja telur sig langt í frá hafa sofið á verðinum þegar kemur að þeim öru breytingum sem átt hafa sér stað á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Ég vil auðvitað ekki meina að til dæmis ég sem mennta- eða menningarmálaráðherra hafi sofið á verðinum. Vegna þess að ég hef verið vakin og sofin yfir þessu. Eitt af því sem ég lagði gríðarlega áherslu á var að koma íslenskunni inn í tækin okkar og það tókst. Eins og að setja það inn í gervigreindarforritið. Þú getur ímyndað þér ef við hefðum ekki komið þessu inn hvar tungumálið okkar væri statt núna þegar gervigreindin er að taka heljarstökk inn í framtíðina,“ segir mennta- og meninngarmálaráðherrann fyrrverandi. Hún væri hins vegar ekki viss um að allir hafi áttað sig á hvaða þýðingu þessi mál öll hefðu og hvaða áhrif þau hefðu. Hún hafi til að mynda heimsótt Noreg þegar hún var menntamálaráðherra og skoðað hvernig innflytjendum þar gengi að læra norskuna. „Þá kemur í ljós að til að mynda stúlkur frá suðaustur Asíu, Indlandi og Pakistan gekk mjög vel. Þú getur séð að menningarmálaráðherrar beggja þessara þjóða eru konur.“ Núna þegar hún hefði aðeins meiri tíma væri þetta algert ástríðumál hjá henni. Vegna þess að það skipti miklu máli upp á framtíðna að hér búi ein þjóð og er þar að vísa til tungumálsins. Mikilvægt að flokksþing Framsóknarflokksins komi saman Flokksþing Framsóknarflokksins á ekki að fara fram samkvæmt lögum flokksins fyrr en árið 2026. Landsstjórn flokksins sem ákveður tímasetningu næsta miðstjórnarfundar flokksins ákvað hins vegar á fimmtudag að miðstjórn komi saman um miðjan mars. Lilja vill að flokksþingi verði flýtt en það er miðstjórnin sem ákveður hvenær flokksþing er kallað saman. „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn aftur í Hvíta húsið, öll Grænlandsumræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið síðustu vikur,“ sagði Lilja í Samtalinu á fimmtudag. Hún vildi því að flokksþing komi saman fyrr en seinna. Hún væri ekki með neinn asa á því. Það þyrfti ekki endilega að gerast fyrir vorið en þingið komi saman á þessu ári. „Mér finnst það bara svo mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk, sérstaklega þegar hann er kominn í stjórnarandstöðu á landsvísu, að hann komi saman. Við megum auðvitað ekki gleyma því að við erum með gríðarlegan fjölda af fólki í öllum sveitarstjórnum um allt land,“ segir varaformaðurinn. Það væri því mikilvægt að flokksþingi verði flýtt og fari fram á þessu ári. Útilokar ekki formannsframboð „Þú sérð bara hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Þar er allt komið á fullt. Áslaug Arna er búin að lýsa því yfir að hún vilji verða formaður,“ segir Lilja. Þessu fylgi mikil stjórnmálavirkni. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins. Munt þú bjóða þig fram fyrir flokksþingið? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Ég þarf bara að sjá hvernig landið liggur. Ég sit ekki á þingi þannig að það yrði mjög óvenjulegt. En ég hef mjög mikinn áhuga á stjórnmálum“ segir varaformaðurinn. Hún hafi auðvitað fylgst með og tekið þátt í stjórnmálum í mjög langan tíma enda nánast fengið framsóknarblóðið með móðurmjólkinni. Þótt faðir hennar Alfreð Þorsteinsson hafi lengi verið áberandi í borgarmálum fyrir hönd Framsóknarflokksins hefði móðir hennar Guðný Kristjánsdóttir einnig átt djúpar rætur í flokknum. Lilja segir mikilvægt að umboð þjóðarinnar sé alltaf skýrt í öllum málum sem varði hana.Vísir/Vilhelm „Það er líka þessi mikla ástríða sem ég hef fyrir landinu okkar sem ég hef áhuga á. Sérstaklega núna af því að ég tel að við eigum ekki að gerast aðili að ESB. Ég fagna því að það eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla en er mjög efins og á móti því að við förum inn í Evrópusambandið. Þar sem við sjáum hagvöxt stöðugt minnka og mörg lönd þar eru í vanda. Og ég tel algerlega nauðsynlegt að við höfum forræði á okkar auðlindum,“ segir Lilja. Þú fagnar því að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram, þannig að þú ert kannski að segja að það sé gott að þjóðin fái eftir miklar umræður að svara því hvort fara eigi í þessar viðræður eða ekki? „Já, ég meina, við sem störfum á þessum vettvangi vitum að það er alltaf lang best að umboðið sé skýrt og það kemur alltaf frá þjóðinni. Ég held hins vegar að það hafi ekki endilega verið skynsamlegt hjá þessari ríkisstjórn þegar ég hugsa um hana, að boða strax til þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þess að hvað fer allt að snúast um. Það fer allt að snúast um þetta og þú vilt ekki tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Lilja. Hún hafi á sínum ferli stýrt þremur ráðuneytum og gruni að þeir sem stýra þeim nú fari að setja fólk í vinnu vegna þessar atkvæðagreiðslu til að missa ekki umboðið að henni lokinni. En ef við leyfum okkur að vona að stjórnmálin geti verið skynsöm og ef þjóðin segir nei segi fulltrúar stjórnarflokkanna einfaldlega að nú hafi þjóðin talað og þá verði það niðurstaðan? „Þetta sagði vinstristjórnin líka, Jóhanna og Steingrímur.“ Ríkisstjórn þeirra vildi hins vegar ekki fyrst fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti viðræður eins og Sjálfstæðismenn á þingi lögðu til? „Nei, ég er kannski að visa meira til Icesave. Ríkisstjórn sem tapar þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hvaða þjóðaratkvæðagreiðsla það er, missir stemminguna í kringum sig. Maður lærir eins og allir vita að tíminn er svo dýrmætur. Þú þarft að nýta hverja einustu mínútu til að ná þínum málum í gegn,“ segir Lilja. Hún væri aftur á móti mjög ánægð með nýja orkumálaráðherrann Jóhann Pál Jóhannsson. Raforkuverð til garðyrkjubænda galið „Ég er mjög ánægð að sjá að hann ætli að taka af skarið. Það þarf að virkja. Það er galið að verð til garðyrkjubænda sé búið að hækka svona mikið. Mér finnst leitt að það hafi gerst þegar við vorum í ríkisstjórn. Ég segi það hreint út,“ segir Lilja. Það væri hins vegar ljóst af sögu Framsóknarflokksins að hann vilji virkja. Fyrri ríkisstjórn tókst þó ekki að koma nýjum virkjanaframkvæmdum áfram þrátt fyrir ríkan vilja Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrrverandi orkumálaráðherra. Lilja segir hann aftur á móti hafa verið langt kominn með undirbúninginn og nýji orkumálaráðherrann tæki dálítið við keflinu af honum. „Vegna þess að allt mun þetta núna snúast um aðgengi að orku á þessari nýju tækniöld,” segir Lilja. Þótt það væru stórtíðindi sem borist hafi í tengslum við Deep Seek í síðustu viku að gervigreindin þyrfti ekki eins mikla orku og áður hefði verið talið. „Það er hins vegar það sem margir eru að sækjast eftir. Við sjáum til dæmis hvað er að gerast í Noregi varðandi orkupakka þrjú og fjögur. Þar eru ofboðslegar deilur og ríkisstjórnin hangir á bláþræði,“ sagði Lilja og seinna sama dag sprakk norska ríkisstjórnin vegna deilna stjórnarflokka um okrkumál. Lilja fagnar því að nýr orkumálaráðherra ætli að gera gangskör í virkjanamálum.Vísir/Vilhelm „Við sjáum líka alls staðar í löndunum í kringum okkur, hvort sem það er í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi eða á Norðurlöndunum. Það eru allir að fjalla um þetta sama; hvernig eigum við að takast á við þessar miklu breytingar út af þessari frjálsu för,“ segir Lilja. Þjóðverjar hefðu að auki rekið óskynsamlega stefnu gagnvart Rússlandi á árum áður. „Þar sem þjóðverjar ætluðu að reiða sig á ódýra orku frá Rússlandi. Og eins skynsöm og manni fannst Angela Merkel vera þá gerir hún einhver afdrifaríkustu mistök nokkurs kanslara með því að gera þetta.“ Með úrvals menntun og reynslu til að verða forsætisráðherra Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hefur stundað nám víða um lönd og er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia háskólanum í New York. Hún átti tæplega tíu ára feril sem aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabankanum og var sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en hún varð síðan þingmaður og ráðherra í tæp tíu ár. Það eru kannski fáir sem hafa jafn hefðbundið og óhefðbundið nám og reynslu til að verða forsætisráðherra. Þegar þú talar um að Framsóknarflokkurinn þurfi að meðtaka nýja tíma er þá ekki nákvæmlega tími kominn til að skipta um í brúnni? „Það eru alltaf flokksmenn sem ráða förinni hvað það varðar. Mér þykir auðvitað vænt um flokkinn og fékk hann kannski eins og þú sagðir með móðurmjólkinni. Það var nú þannig að mamma var fyrst í Framsóknarflokknum. Þau kynnast hjá ungum Framsóknarmönnum foreldrar mínir. Þannig að ég á ungum Framsóknarmönnum mikið að þakka. Svo er þetta bara þannig að það getur vel verið að það séu einhverjir aðrir efnilegir hjá okkur. Ég geri bara það sem ég hef umboð til og sem flokksmenn vilja að við gerum.“ Treystir þú Sigurði Inga til að leiða flokkinn til framtíðar? „Sigurður hefur leitt flokkinn í langan tíma. Við höfum verið í ríkisstjórn meirihlutann af þeim tíma. Ég held að það sé rosalega mikilvægt að við tökum þetta samtal innávið. Við fengum tæplega átján prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við ráðherrarnir lögðum rosalega mikla vinnu í þessar sveitarstjórnarkosningar. Vegna þess að við vildum að Framsókn væri hér alvöru afl. En nú eru blikur á lofti eins og við sjáum á könnunum. Það er ekkert annað fyrir okkur að gera en að setjast niður, stilla saman strengi okkar, horfa til framtíðar og vera með stefnu sem er til þess fallin að styðja betur við Ísland. Sjá til þess að verðmætasköpun fari að aukast enn frekar,“ segir varaformaðurinn. Það hafi verið góður hagvöxtur á tímum fyrri ríkisstjórnar. „En það gekk erfiðlega að koma verðbólgunni niður og það orskar mikið af því hvernig fór fyrir okkur og svo auðvitað Vinstri grænum.“ Þú hefur nefnt evrópu- og orkumálin varðandi verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Nú leiða þrjár konur samsteypustjórn í fyrsta skipti á Íslandi. Hvernig spáir þú fyrir frama þessarar ríkisstjórnar? Ófullnægjandi skýringar á fjarveru Kristrúnar „Mér þykir alltaf vænt um forsætisráðherra landsins sama hver gegnir því embætti. Þess vegna saknaði ég þess að sjá hana ekki á þessum fundi (með forsætisráðherrum Norðurlandanna í boði Mette Frederiksen). Mér finnst þær skýringar sem hafa komið úr forsætisráðuneytinu ekki nógu skýrar,“ segir Lilja. Sérstaklega frá ríkisstjórn sem ætlaði sér stóra hluti í alþjóðamálum eins og að dusta ríkið af aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Lilja hefur áhyggjur af þvi að evrópusambandsnálgun ríkisstjórnarinnar verði ekkert annað en bjölluat.Vísir/Vilhelm Það væri heldur ekki rétt að þetta væri ekki ný umsókn því öll aðildarríki Evrópusambandins þyrftu að samþykkja að taka upp viðræður við Íslendinga á nýjan leik. „Það sem ég hef áhyggjur af er að þetta verði eitthvað bjölluat,“ segir Lilja. Eftir að aðildarríkin væru búin að samþykkja viðræður segðu Íslendingar svo að lokum að þeir væru ekki tilbúnir í aðild. „Ég er ekki til í það fyrir hönd þjóðarinnar. Vil frekar, eins og við þurfum nú að gera í Framsókn; vinna heimavinnuna okkar og vilji þjóðarinnar þarf að vera skýr. Þetta eru mjög umfangsmiklar umræður sem tengjast hagvexti, krónunni og öllu þessu.“ Samkvæmt fréttum var hádegisverðafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Finnlands í boði Frederiksen boðaður með mjög litlum fyrirvara en þau voru þá öll á leið til minningarathafnar í Auschwitz. Ef ekkert áætlanaflug hefði dugað hefði forsætisráðherra þá átt að taka einkaflugvél? „Já, ekki spurning.“ Það hefði ekki verið vel séð af mörgum? „Við sjáum að það er ofboðslega mikil umræða um Grænland,“ segir Lilja og þar með um leið um varnarmál sem snerti Íslendinga líka. „Grænland og Ísland hafa verið í umræðunni í Bandaríkjunum um möguleg kaup frá því Alaska var keypt árið 1867. Þá kom til tals hvort kaupa ætti Grænland og Ísland,“ segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Allt frá síðari heimsstyrjöld hafi Bandaríkjamenn talið mikilvægt að hafa herstöð á Grænlandi og lengst af á Íslandi. Bandaríkjamenn hafi á sama árinu gert varnarsamninga við bæði ríkin. „Getur verið að þessi vandræðagangur hafi verið vegna umræðunnar um þessa styrki (til flokkannna) Kristrún hafi hugsað að hún yrði að vera heima. Svo hefur verið sagt að þau hefðu fengið boðið svo seint og það er auðvitað áhyggjuefni,” segir Lilja, að íslenski forsætisráðherrann væri boðaður svona seint til sameiginlegs fundar ráðamanna Norðurlanda. Hvað sem öðru líður horfir varaformaður Framsóknarflokksins fram á næstu fjögur ár utan þings. Nema auðvitað ef kosið verður áður en kjörtímabilinu lýkur og hún nær aftur kjöri. Hvað tekur við? „Það er eitt og annað. Það eru ýmsir í sambandi við mig og ég er bara að meta stöðuna um hvað ég á að gera. Getur maður tvinnað hlutina saman eða er maður að fara alfarið yfir á nýjan vettvang. Ég er varaformaður og í fullu starfi við það. Að hitta flokksfélaga.“ En þú munt ekki sitja aðgerðalaus næstu fjögur árin? „Það væri ólíkt mér,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag. Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 25. janúar 2025 08:00 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Lilja segir að Framsóknarmenn hefðu viljað sjá verðbólgu og vexti fara niður áður en boðað yrði til kosninga. Eftir mikla bresti í stjórnarsamstarfinu ákvað Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra hins vegar að sprengja stjórnarsamstarfið og boða til alþingiskosninga með stuttum fyrirvara sem fram fóru hinn 30. nóvember. Lilja segir Framsóknarflokkinn lengi hafa verið flokk heimilanna. „Þegar heimilin sjá vaxtabyrði aukast og þau þurfa að endurfjármagna út af miklum vaxtakostnaði þá er flokkur eins og Framsóknarflokkurinn í vanda,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Verðbólga og ákall um breytingar bitnaði á Framsókn Löng seta flokksins í ríkisstjórnum, efnahagsástandið og ákall um breytingar hafi framkallað þessa niðurstöðu í kosningunum í nóvember. „Þetta munaði litlu. Ég var inni og úti alla nóttina en ég er líka þannig gerð að ég sé líka tækifæri í þessu,“ segir Lija. Hefði flokkurinn fengið aðeins meiri styrk og endað í núverandi ríkisstjórn hefði getað farið fyrir Framsókn eins og Vinstri grænum þegar framliðu stundir. Lilja segir ekki þýða fyrir Framsóknarflokkinn að gráta slæm kosningaúrslit, heldur safna liði og sækja fram.Vísir/Vilhelm „Þannig að það þýðir ekkert fyrir okkur að gráta Björn bónda heldur safna liði. Stjórnmálin eru að breytast mjög hratt. Ég man ekki eftir svona miklum breytingum á bæði alþjóðamálunum og svo innanlandsmálunum.“ Alþjóðamálin væru aftur orðin fyrirferðarmikil eins og á tímum kalda stríðsins. Einnig með því að ný ríkisstjórn setji evrópusambandsaðild Íslands aftur á dagskrá með því að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja á ný „aðlögunarviðræður“ að sambandinu eins og hún kallar það. Sýndi Framsóknarflokkurinn of mikið langlundargeð í stjórnarsamstarfinu með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Þá kannski sérstaklega Sjálfstæðisflokknum því Sjálfstæðismenn lögðu oft stein í götu ykkar mála, ekki hvað síst mála sem þú varst með á þinni könnu? „Það er svolítið eðli okkar að reyna að láta hlutina ganga upp. Við erum samvinnuflokkur og samvinnuhugsjón er stefna sem gengur út á málamiðlanir,“ segir Lilja. Flokkurinn trúi líka á stjórnfestu en líka að gefa þeim sem sitja við sama borð tækifæri til að ná góðri niðurstöðu. „Svo sjáum við hjá núverandi ríkisstjórn sem er að fara í evrópuvegferð þar sem einn flokkanna er alveg á móti. Það var þó ekkert svoleiðis hjá okkur, ekkert grundvallaratriði þar sem flokkarnir voru mjög ósáttir,“ segir varaformaðurinn. Það hafi hins vegar verið dálítið sérstak við fyrri ríkisstjórn að hún hafi alfarið séð um það sjálf að tala sig niður. Tókst á við Bjarna Ben um söluna á Íslandsbanka „Þú þarft alltaf að hafa fyrir hlutunum og ég þurfti sannarlega að hafa fyrir mínum málum allan tímann,“ rifjar Lilja upp. Hún og Bjarni Benediktsson fyrrverandi fjármála- og síðar forsætisráðherra hafi oft verið ósammála. Meirihluti hennar mála hafi samt þrátt fyrir allt komist í gegn að lokum. „Það sem við vorum til að mynda mjög óssamála um var seinni salan á Íslandsbanka. Þú getur ímyndað þér að það reyndi auðvitað á,“ segir Lilja. Hún hafi lagst gegn þeirri aðferð sem að síðan var notuð við söluna og reyndist ríkisstjórninni að lokum erfið. Silja telur að fyrri ríkisstjórn hafi gert mistök með þeirri aðferð sem beitt var við seinni söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm „Þessar athugasemdir sem ég hafði og tengdust aðferðarfræðinni voru réttar. Ég held að það hafi síðan skipt máli í sveitarstjórnarkosningum (2022) þar sem við unnum stórsigur. Þegar þú ert í stjórnmálum þarftu alltaf eitthvað að gefa eftir en þetta, af því að ég kom úr þessum seðlabanka-fjármálaheimi, var grundvallaratriði sem ég átti erfitt með að sætta mig við,“ segir Lilja sem sat í ráðherranefnd sem fjallaði um aðferðir við söluna á hlutunum í Íslandsbanka. Hún segist hafa sagt Bjarna Benediktssyni frá því að hún myndi greina frá þessum athugasemdum hennar opinberlega. Það tíðkaðist hins vegar ekki almennt að bóka athugasemdir hvorki á ráðherranefndarfundum né í ríkisstjórn. Þetta mál hafi tafið bata á stöðu ríkisfjármála og reynst kostnaðarsamt. „Eins og við sjáum núna því í raun er staða ríkissjóðs þokkaleg. Við erum með jákvæðan frumjöfnuð. Það er að segja endar ná saman en það sem dregur okkur niður vaxtakostnaður. Þannig að ef við hefðum staðið betur að íslandsbankasölunni væri vaxtakostnaðurinn minni og fjárlagahallinn mögulega enginn. En svona er þetta bara, þú færð ekki allt í gegn,“ segir Lilja. Hún segir það hins vegar heyra til undantekninga í Evrópu að ríkisstjórnir fái endurnýjað umboð eins og stjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafi fengið í kosningunum 2021. Lilja segir að þrátt fyrir allt hafi auðvitað margt verið gott við fyrrverandi ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað var margt mjög gott við síðustu ríkisstjórn. Við vorum með þrjá sterka leiðtoga. Allir formennirnir voru mjög sterk í sínum flokkum og ég tala nú ekki um forsætisráðherrann,“ segir Lilja. Það hafi þó margt breyst við brottför Katrínar Jakobsdóttur þegar hún sagði skilið við stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. „Enda sagði ég við hana þegar við ræddum forsetaframboðið að ég hefði miklar áhyggjur af því.“ Það er alþekkt víða um lönd og alls ekki óþekkt hér heldur að formenn flokka segi af sér embætti eftir að þeir tapa miklu fylgi í kosningum. Nú ætlar Bjarni Benediktsson til dæmis ekki að halda áfram og ætlar að segja af sér formennsku og þingmennsku. Finnst þér að Sigurður Ingi ætti að hugleiða sína stöðu við þessi kosningaúrslit? Framsókn alltaf réttum meginn ... eða þannig „Hann hefur sagt að hann vilji fara um allt land og er byrjaður á því. Að ræða við flokksmenn. Það sem ég hef sagt er að það er mjög mikilvægt að við hefjum mjög kröftuga uppbyggingu fyrir þennan elsta stjórnmálaflokk landsins. Stjórnmálaflokks sem hefur, ef þú ferð aðeins yfir söguna, verið réttum megin í lykilatriðum. Hvort sem það var sjálfstæðið 1944, þorskastríðin, aðildin að NATO, það að virkja og eitt og annað sem sýnir sig að skiptir miklu máli fyrir þjóðina,“ segir varaformaðurinn. Framsóknarflokkurinn lagðist hins vegar ásamt Alþýðubandalaginu gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Steingrímur Hermannsson þáverandi formaður flokksins hafði leitt ríkisstjórn með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki frá árinu 1988 til 1991 þar sem Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra hafði leitt viðræður Íslands um aðild að samningnum en þeim viðræðum var ólokið þegar kom að kosningum vorið 1991. Ríkisstjórn Steingríms hélt velli í kosningunum en þessi andstaða Framsóknarflokks og Alþýðubandalags varð til þess að Jón Baldvin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn undir forsæti Davíðs Oddssonar sem lofaði Jóni að Sjálfstæðismenn myndu standa með samningnum sem flokkurinn hafði annars í tíð ríkisstjórnar Steingríms séð allt til foráttu. Og þar sem þú heitir Lilja er við hæfi að segja að nú vildu allir Lilju kveðið hafa og segja að það hafi verið mikið framfaraskref að fara í EES? „Förum kannski aðeins yfir hverjar voru athugasemdir Steingríms og félaga á þessum tíma. Þeir höfðu mjög miklar áhyggjur á miklu innstreymi vinnuafls á sínum tíma. Þeir höfðu áhyggjur af landakaupum, að við myndum mögulega ekki halda í lykilauðlindir. Og hvað er að gerast núna. Það sem er að gerast núna er að við hefðum auðvitað átt að fá sérákvæði um landsvæði, af því það er ekki svo mikið. Alveg eins og Danir gerðu. Þannig að ég held að sumar af þessum athugasemdum sem Steingrímur Hermannsson hafði séu alveg að raungerast í dag,“ segir Lilja. Lagði áherslu á að fá íslenskuna í tölvuheiminn Hún væri mikill alþjóðasinni og Íslendingum vegnaði ekki vel án frjálsra viðskipta. Vissulega hafi það boðið upp á sveigjanleika að hafa aðgang að miklu vinnuafli. Hún hafi hins vegar alla tíð og innan síðustu ríkisstjórnar mælt fyrir áherlsu á rækt við tungumálið. Lilja segir að gæta þurfi að tungumálinu. Þess vegna hafi hún lagt mikla áherslu á að koma íslenskunni inn í tölvuheiminn og gervigreindina.Vísir/Vilhelm „Við verðum að leggja áherslu á menningu. Til þess að önnur kynslóð þess fólks sem er að koma njóti sömu tækifæra og við. Ef þetta er of mikið ráða kerfin okkar ekki við þetta. Þannig að þá ætla ég að segja aftur að Steingrímur var mjög framsækinn og framsýnn og sá þetta. Ég held að þessar áherslur Framsóknar á sínum tíma eigi við í dag,“ segir Lilja. Erlendir ríkisborgarar eru nú um tuttugu prósent íbúa landsins eða um áttatíu þúsund manns. Frá árunum rétt fyrir og eftir kórónuveirufaraldurinn hefur landsmönnum fjölgað um nánast íbúatölu Kópavogs. Mest er þetta fólk af Evrópska efnahagssvæðinu sem atvinnulífið á Íslandi þarf á að halda og hefur kallað eftir og heldur uppi hagvextinum í landinu. „Hagvöxtur og stækkun landsframleiðslunnar væri annars ekki eins mikill,“ segir Lilja. Íslendingar verði aftur á móti að hafa í huga að þetta væri gert með þeim hætti að þeir nái að halda utanum þá velferð sem hér hafi verið byggð upp. Mega ekki verða tvær þjóðir í landinu „Þannig að við séum ekki með tvær þjóðir í þessu yndislega, frábæra samfélagi sem við eigum. Ég þekki þetta svo vel því ég var í Fellaskóla eins og oft hefur komið fram og hef haldið miklum tengslum við þennan gamla skóla minn. Af því að mér þykir ofboðslega vænt um Breiðholtið,“ segir fyrrverandi mennta og menningarmálaráðherra. Hún hafi strax verið farin að vinna að því í borgarstjórn árið 2006 að auka íslenskukennslu. „Út af þessum áhyggjum sem maður hafði inn til framtíðar. Þannig að þetta verður allt að vera sjálfbært rétt eins og ríkisfjármálin,“ segir Lilja. „Þarna verða stjórnvöld og atvinnulífið að gera betur til þess að þeir sem koma hingað tali tungumálið okkar og börnin þeirra geri það líka. Vegna þess að brottfall þeirra á framhaldsskólastiginu er helmingi meira en barna af íslenskum uppruna.“ Hún efast hins vegar um að Íslendingar hefðu í ljósi fámennis þjóðarinnar getað fengið undanþágu frá frjálsri för fólks hingað. Enda gangi fjórfrelsið, meginstoðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðisins, út á frjálsa för fólks. Lilja segist heldur ekki vera að mælast til þess. Danir hefðu hins vegar fengið undanþágu frá ákvæðum um jarðakaup þegar þeir gengu í Evrópusambandið árið 1972 en þeir höfðu fyrst og fremst áhyggjur af uppkaupum útlendinga á sumarhúsalóðum. „Þeir voru mjög framsýnir að setja þetta sérákvæði. Og eins þótt Ísland sé mjög stórt eru ekki allar jarðir hér verðmætar en land gríðarlega mikilvægt upp á fæðuöryggi og annað slíkt.“ Mannfjöldasprengingin á Íslandi hófst ekki strax með gildistöku EES samningsins 1994 og í raun ekki fyrr en um eða upp úr aldamótunum. Hafa íslensk stjórnvöld sofið á verðinum síðustu tíu til fimmtán jafnvel tuttugu árin varðandi það hvernig bregðast ætti við þesari þróun? Lilja telur sig langt í frá hafa sofið á verðinum þegar kemur að þeim öru breytingum sem átt hafa sér stað á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Ég vil auðvitað ekki meina að til dæmis ég sem mennta- eða menningarmálaráðherra hafi sofið á verðinum. Vegna þess að ég hef verið vakin og sofin yfir þessu. Eitt af því sem ég lagði gríðarlega áherslu á var að koma íslenskunni inn í tækin okkar og það tókst. Eins og að setja það inn í gervigreindarforritið. Þú getur ímyndað þér ef við hefðum ekki komið þessu inn hvar tungumálið okkar væri statt núna þegar gervigreindin er að taka heljarstökk inn í framtíðina,“ segir mennta- og meninngarmálaráðherrann fyrrverandi. Hún væri hins vegar ekki viss um að allir hafi áttað sig á hvaða þýðingu þessi mál öll hefðu og hvaða áhrif þau hefðu. Hún hafi til að mynda heimsótt Noreg þegar hún var menntamálaráðherra og skoðað hvernig innflytjendum þar gengi að læra norskuna. „Þá kemur í ljós að til að mynda stúlkur frá suðaustur Asíu, Indlandi og Pakistan gekk mjög vel. Þú getur séð að menningarmálaráðherrar beggja þessara þjóða eru konur.“ Núna þegar hún hefði aðeins meiri tíma væri þetta algert ástríðumál hjá henni. Vegna þess að það skipti miklu máli upp á framtíðna að hér búi ein þjóð og er þar að vísa til tungumálsins. Mikilvægt að flokksþing Framsóknarflokksins komi saman Flokksþing Framsóknarflokksins á ekki að fara fram samkvæmt lögum flokksins fyrr en árið 2026. Landsstjórn flokksins sem ákveður tímasetningu næsta miðstjórnarfundar flokksins ákvað hins vegar á fimmtudag að miðstjórn komi saman um miðjan mars. Lilja vill að flokksþingi verði flýtt en það er miðstjórnin sem ákveður hvenær flokksþing er kallað saman. „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn aftur í Hvíta húsið, öll Grænlandsumræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið síðustu vikur,“ sagði Lilja í Samtalinu á fimmtudag. Hún vildi því að flokksþing komi saman fyrr en seinna. Hún væri ekki með neinn asa á því. Það þyrfti ekki endilega að gerast fyrir vorið en þingið komi saman á þessu ári. „Mér finnst það bara svo mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk, sérstaklega þegar hann er kominn í stjórnarandstöðu á landsvísu, að hann komi saman. Við megum auðvitað ekki gleyma því að við erum með gríðarlegan fjölda af fólki í öllum sveitarstjórnum um allt land,“ segir varaformaðurinn. Það væri því mikilvægt að flokksþingi verði flýtt og fari fram á þessu ári. Útilokar ekki formannsframboð „Þú sérð bara hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Þar er allt komið á fullt. Áslaug Arna er búin að lýsa því yfir að hún vilji verða formaður,“ segir Lilja. Þessu fylgi mikil stjórnmálavirkni. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins. Munt þú bjóða þig fram fyrir flokksþingið? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Ég þarf bara að sjá hvernig landið liggur. Ég sit ekki á þingi þannig að það yrði mjög óvenjulegt. En ég hef mjög mikinn áhuga á stjórnmálum“ segir varaformaðurinn. Hún hafi auðvitað fylgst með og tekið þátt í stjórnmálum í mjög langan tíma enda nánast fengið framsóknarblóðið með móðurmjólkinni. Þótt faðir hennar Alfreð Þorsteinsson hafi lengi verið áberandi í borgarmálum fyrir hönd Framsóknarflokksins hefði móðir hennar Guðný Kristjánsdóttir einnig átt djúpar rætur í flokknum. Lilja segir mikilvægt að umboð þjóðarinnar sé alltaf skýrt í öllum málum sem varði hana.Vísir/Vilhelm „Það er líka þessi mikla ástríða sem ég hef fyrir landinu okkar sem ég hef áhuga á. Sérstaklega núna af því að ég tel að við eigum ekki að gerast aðili að ESB. Ég fagna því að það eigi að vera þjóðaratkvæðagreiðsla en er mjög efins og á móti því að við förum inn í Evrópusambandið. Þar sem við sjáum hagvöxt stöðugt minnka og mörg lönd þar eru í vanda. Og ég tel algerlega nauðsynlegt að við höfum forræði á okkar auðlindum,“ segir Lilja. Þú fagnar því að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram, þannig að þú ert kannski að segja að það sé gott að þjóðin fái eftir miklar umræður að svara því hvort fara eigi í þessar viðræður eða ekki? „Já, ég meina, við sem störfum á þessum vettvangi vitum að það er alltaf lang best að umboðið sé skýrt og það kemur alltaf frá þjóðinni. Ég held hins vegar að það hafi ekki endilega verið skynsamlegt hjá þessari ríkisstjórn þegar ég hugsa um hana, að boða strax til þjóðaratkvæðagreiðslu. Vegna þess að hvað fer allt að snúast um. Það fer allt að snúast um þetta og þú vilt ekki tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Lilja. Hún hafi á sínum ferli stýrt þremur ráðuneytum og gruni að þeir sem stýra þeim nú fari að setja fólk í vinnu vegna þessar atkvæðagreiðslu til að missa ekki umboðið að henni lokinni. En ef við leyfum okkur að vona að stjórnmálin geti verið skynsöm og ef þjóðin segir nei segi fulltrúar stjórnarflokkanna einfaldlega að nú hafi þjóðin talað og þá verði það niðurstaðan? „Þetta sagði vinstristjórnin líka, Jóhanna og Steingrímur.“ Ríkisstjórn þeirra vildi hins vegar ekki fyrst fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja ætti viðræður eins og Sjálfstæðismenn á þingi lögðu til? „Nei, ég er kannski að visa meira til Icesave. Ríkisstjórn sem tapar þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hvaða þjóðaratkvæðagreiðsla það er, missir stemminguna í kringum sig. Maður lærir eins og allir vita að tíminn er svo dýrmætur. Þú þarft að nýta hverja einustu mínútu til að ná þínum málum í gegn,“ segir Lilja. Hún væri aftur á móti mjög ánægð með nýja orkumálaráðherrann Jóhann Pál Jóhannsson. Raforkuverð til garðyrkjubænda galið „Ég er mjög ánægð að sjá að hann ætli að taka af skarið. Það þarf að virkja. Það er galið að verð til garðyrkjubænda sé búið að hækka svona mikið. Mér finnst leitt að það hafi gerst þegar við vorum í ríkisstjórn. Ég segi það hreint út,“ segir Lilja. Það væri hins vegar ljóst af sögu Framsóknarflokksins að hann vilji virkja. Fyrri ríkisstjórn tókst þó ekki að koma nýjum virkjanaframkvæmdum áfram þrátt fyrir ríkan vilja Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrrverandi orkumálaráðherra. Lilja segir hann aftur á móti hafa verið langt kominn með undirbúninginn og nýji orkumálaráðherrann tæki dálítið við keflinu af honum. „Vegna þess að allt mun þetta núna snúast um aðgengi að orku á þessari nýju tækniöld,” segir Lilja. Þótt það væru stórtíðindi sem borist hafi í tengslum við Deep Seek í síðustu viku að gervigreindin þyrfti ekki eins mikla orku og áður hefði verið talið. „Það er hins vegar það sem margir eru að sækjast eftir. Við sjáum til dæmis hvað er að gerast í Noregi varðandi orkupakka þrjú og fjögur. Þar eru ofboðslegar deilur og ríkisstjórnin hangir á bláþræði,“ sagði Lilja og seinna sama dag sprakk norska ríkisstjórnin vegna deilna stjórnarflokka um okrkumál. Lilja fagnar því að nýr orkumálaráðherra ætli að gera gangskör í virkjanamálum.Vísir/Vilhelm „Við sjáum líka alls staðar í löndunum í kringum okkur, hvort sem það er í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi eða á Norðurlöndunum. Það eru allir að fjalla um þetta sama; hvernig eigum við að takast á við þessar miklu breytingar út af þessari frjálsu för,“ segir Lilja. Þjóðverjar hefðu að auki rekið óskynsamlega stefnu gagnvart Rússlandi á árum áður. „Þar sem þjóðverjar ætluðu að reiða sig á ódýra orku frá Rússlandi. Og eins skynsöm og manni fannst Angela Merkel vera þá gerir hún einhver afdrifaríkustu mistök nokkurs kanslara með því að gera þetta.“ Með úrvals menntun og reynslu til að verða forsætisráðherra Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hefur stundað nám víða um lönd og er með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia háskólanum í New York. Hún átti tæplega tíu ára feril sem aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og markaðsmála í Seðlabankanum og var sérfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en hún varð síðan þingmaður og ráðherra í tæp tíu ár. Það eru kannski fáir sem hafa jafn hefðbundið og óhefðbundið nám og reynslu til að verða forsætisráðherra. Þegar þú talar um að Framsóknarflokkurinn þurfi að meðtaka nýja tíma er þá ekki nákvæmlega tími kominn til að skipta um í brúnni? „Það eru alltaf flokksmenn sem ráða förinni hvað það varðar. Mér þykir auðvitað vænt um flokkinn og fékk hann kannski eins og þú sagðir með móðurmjólkinni. Það var nú þannig að mamma var fyrst í Framsóknarflokknum. Þau kynnast hjá ungum Framsóknarmönnum foreldrar mínir. Þannig að ég á ungum Framsóknarmönnum mikið að þakka. Svo er þetta bara þannig að það getur vel verið að það séu einhverjir aðrir efnilegir hjá okkur. Ég geri bara það sem ég hef umboð til og sem flokksmenn vilja að við gerum.“ Treystir þú Sigurði Inga til að leiða flokkinn til framtíðar? „Sigurður hefur leitt flokkinn í langan tíma. Við höfum verið í ríkisstjórn meirihlutann af þeim tíma. Ég held að það sé rosalega mikilvægt að við tökum þetta samtal innávið. Við fengum tæplega átján prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum og við ráðherrarnir lögðum rosalega mikla vinnu í þessar sveitarstjórnarkosningar. Vegna þess að við vildum að Framsókn væri hér alvöru afl. En nú eru blikur á lofti eins og við sjáum á könnunum. Það er ekkert annað fyrir okkur að gera en að setjast niður, stilla saman strengi okkar, horfa til framtíðar og vera með stefnu sem er til þess fallin að styðja betur við Ísland. Sjá til þess að verðmætasköpun fari að aukast enn frekar,“ segir varaformaðurinn. Það hafi verið góður hagvöxtur á tímum fyrri ríkisstjórnar. „En það gekk erfiðlega að koma verðbólgunni niður og það orskar mikið af því hvernig fór fyrir okkur og svo auðvitað Vinstri grænum.“ Þú hefur nefnt evrópu- og orkumálin varðandi verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Nú leiða þrjár konur samsteypustjórn í fyrsta skipti á Íslandi. Hvernig spáir þú fyrir frama þessarar ríkisstjórnar? Ófullnægjandi skýringar á fjarveru Kristrúnar „Mér þykir alltaf vænt um forsætisráðherra landsins sama hver gegnir því embætti. Þess vegna saknaði ég þess að sjá hana ekki á þessum fundi (með forsætisráðherrum Norðurlandanna í boði Mette Frederiksen). Mér finnst þær skýringar sem hafa komið úr forsætisráðuneytinu ekki nógu skýrar,“ segir Lilja. Sérstaklega frá ríkisstjórn sem ætlaði sér stóra hluti í alþjóðamálum eins og að dusta ríkið af aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Lilja hefur áhyggjur af þvi að evrópusambandsnálgun ríkisstjórnarinnar verði ekkert annað en bjölluat.Vísir/Vilhelm Það væri heldur ekki rétt að þetta væri ekki ný umsókn því öll aðildarríki Evrópusambandins þyrftu að samþykkja að taka upp viðræður við Íslendinga á nýjan leik. „Það sem ég hef áhyggjur af er að þetta verði eitthvað bjölluat,“ segir Lilja. Eftir að aðildarríkin væru búin að samþykkja viðræður segðu Íslendingar svo að lokum að þeir væru ekki tilbúnir í aðild. „Ég er ekki til í það fyrir hönd þjóðarinnar. Vil frekar, eins og við þurfum nú að gera í Framsókn; vinna heimavinnuna okkar og vilji þjóðarinnar þarf að vera skýr. Þetta eru mjög umfangsmiklar umræður sem tengjast hagvexti, krónunni og öllu þessu.“ Samkvæmt fréttum var hádegisverðafundur forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Finnlands í boði Frederiksen boðaður með mjög litlum fyrirvara en þau voru þá öll á leið til minningarathafnar í Auschwitz. Ef ekkert áætlanaflug hefði dugað hefði forsætisráðherra þá átt að taka einkaflugvél? „Já, ekki spurning.“ Það hefði ekki verið vel séð af mörgum? „Við sjáum að það er ofboðslega mikil umræða um Grænland,“ segir Lilja og þar með um leið um varnarmál sem snerti Íslendinga líka. „Grænland og Ísland hafa verið í umræðunni í Bandaríkjunum um möguleg kaup frá því Alaska var keypt árið 1867. Þá kom til tals hvort kaupa ætti Grænland og Ísland,“ segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Allt frá síðari heimsstyrjöld hafi Bandaríkjamenn talið mikilvægt að hafa herstöð á Grænlandi og lengst af á Íslandi. Bandaríkjamenn hafi á sama árinu gert varnarsamninga við bæði ríkin. „Getur verið að þessi vandræðagangur hafi verið vegna umræðunnar um þessa styrki (til flokkannna) Kristrún hafi hugsað að hún yrði að vera heima. Svo hefur verið sagt að þau hefðu fengið boðið svo seint og það er auðvitað áhyggjuefni,” segir Lilja, að íslenski forsætisráðherrann væri boðaður svona seint til sameiginlegs fundar ráðamanna Norðurlanda. Hvað sem öðru líður horfir varaformaður Framsóknarflokksins fram á næstu fjögur ár utan þings. Nema auðvitað ef kosið verður áður en kjörtímabilinu lýkur og hún nær aftur kjöri. Hvað tekur við? „Það er eitt og annað. Það eru ýmsir í sambandi við mig og ég er bara að meta stöðuna um hvað ég á að gera. Getur maður tvinnað hlutina saman eða er maður að fara alfarið yfir á nýjan vettvang. Ég er varaformaður og í fullu starfi við það. Að hitta flokksfélaga.“ En þú munt ekki sitja aðgerðalaus næstu fjögur árin? „Það væri ólíkt mér,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag.
Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 25. janúar 2025 08:00 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02 Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 25. janúar 2025 08:00
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03
Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021. 14. desember 2024 08:02
Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn. 7. desember 2024 08:01
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 7. nóvember 2024 16:28
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00