Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. janúar 2025 11:32 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að tilskipanir Trump Bandaríkjaforseta fara misvel í menn. Margar ástæður liggja þar að baki. Fjölmiðlar hafa keppst við að gera úlfalda úr mýflugu úr sumum þeirra. Greinarhöfundur gerir fimm tilskipanir umtalsefni. Málaflokkarnir sem um ræðir eru verulega umdeildir og byggir á hugmyndafræði sem hefur ekki vísindi né staðreyndir að baki sér, kynin (tvö), kvennaíþróttir, kvennafangelsi, lyfja- og skurðaðgerðir á börnum og innrætingu í skólakerfinu. Kynin Gríp í orð norska þingmannsins Jenny Klinge þegar hún sagði; „Sú undarlega staðreynd að lygi sé gerð að sannleik um að líffræðilegu kynin geti verið fleiri en tvö hefur náði ákveðinni fótfestu í mörgum samfélögum. Þetta var svo sannfærandi að ráðamenn þjóða bjuggu til lög til vernda réttindi í kringum lygar.“ Bandaríkin eru þar ekki undanskilin. Undarlegt má teljast að það hafi gerst. Vel þekjandi og menntað fólk hoppaði á lygina og reynir að telja öðrum trú um að kynin séu fleiri en tvö. Líka í skólakerfinu. Nú hefur Trump ákveðið, að í opinberum skjölum í Ameríku eru kynin tvö, karlmaður og kvenmaður, eins og hefur verið um aldur og ævi. Áritun í vegabréf verður annað hvort maður eða kona. Skráningar byggðar á tilfinningum manna eða upplifun eru ekki leyfðar. Kvennaíþróttir Trump hefur nú bannað þátttöku karla í kvennaíþróttum þó svo að þeir skilgreini sig sem konu. Karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, halda nú á um 1000 titlum víðs vegar um heiminn sem ætlaðir voru konum. Með því að skilgreina sig sem konu, en taka út kynþroska sem karlmaður, eru þessir karlar mun sterkari á öllum sviðum. Það er hinn líffræðilegi munur á karli og konu, strák og stelpu. Íþróttakonur í Bandaríkjunum fylktu sér á bak við Trump því hann lofaði að koma þessari tilskipun á. Hann lætur verkin tala og verndar kvennaíþróttirnar. Fulltrúadeildin ákvað að banna karlmenn í kvennaíþróttunum, undarlegt verður að teljast að um 200 demókratar vildu fórna öryggi og réttindum kvenna í íþróttum fyrir karlmenn, sem skilgreina sig sem konur. Repúblikanar settu hins vegar stúlkur í fyrsta sætið og sögðu já við banninu. Kvennafangelsi Færst hefur í vöxt í Bandaríkjunum (og víðar) að karlmenn skilgreini sig sem konu til að komast í kvennafangelsi. Sumir þeirra hafa farið í hormónameðferðir á kostnað skattgreiðenda og aðrir í aðgerð og halda þannig að þeir geta breytt kyni sínu. En vegna laga um kynrænt sjálfræði hafa margir fengið flutning í kvennafangelsi án nokkurra inngripa. Í Bandaríkjunum hafa menn þurft að glíma við kynferðisafbrot innan múranna og þungungarmál. Trump hefur tekið af allan vafa, karlmaður er karlmaður og afplánar með sínum líkum. Kona er kona og afplánar sem sínum líkum. Lyfja- og skurðaðgerðir fyrir börn Trump hefur með tilskipun bannað hormón- og stopphormónameðferðir, sem eru ógagnreyndar meðferðir, fyrir börn. Færst hefur í aukana að læknar meðhöndli börn án vitneskju foreldranna. Börnin fá þessa meðferð því þau upplifa ónot í eigin skinni og halda að hægt sé að skipta um kyn. Hormónalyf og stopphormón hafa svo miklar aukaverkanir á börn að þau verða sjúklingar ævilangt. Talið er, að þúsundir barna í Bandaríkjunum hafi farið í gegnum þessar tilraunameðferðir lækna. Síðan er það brjóstnám á unglingsstúlkum. Því miður virðist ekki víla fyrir læknum þar vestra að taka brjóst af unglingsstúlkum sem líður illa í eigin skinni. Mörg hundruð stúlkna hafa farið í gegnum tvöfalt brjóstnám. Stúlkurnar bera ævilangt ör á brjóstkassanum, merki um að þær eru stúlkur. Margir sem fóru í svona meðferðir reyna nú að snúa til baka. Segja má að þetta sé einn mesti skandall læknisfræðinnar í manna minnum og má líkja við ennisblaðaaðgerðirnar sem gerðar voru á geðsjúklingum fyrir nokkrum áratugum. Forsetinn ógilti málaferli á hendur barnalækni, hvíslara, sem vann við barnasjúkrahús í Texas. Læknirinn sagði frá hvernig sjúkrahúsið notaði þessar ógagnreyndu meðferðir á börn þrátt fyrir að segjast ekki gera það. Ríkissaksóknara fannst ástæða til að lögsækja lækninn, ekki spítalann. Trump gerði rétt. Innræting í skólakerfinu Þá kom að skólunum. Trump gaf út tilskipun í gær sem varðar skólana og hinsegin hugmyndafræðina. Bannað verður að innræta börnum hugmyndafræði trans-hreyfinga. Víða er hugmyndafræðinni komið að í gegnum námsefni sem þykir óviðeigandi fyrir börn. Í tilskipuninni segir; „Á undanförnum árum hafa foreldrar hins vegar orðið vitni að því að skólar innræta börnum sínum róttækri and-amerískri hugmyndafræði á meðan þeir hindra vísvitandi eftirlit foreldra. Slíkt umhverfi virkar sem bergmálsklefi, þar sem nemendur neyðast til að samþykkja þessa hugmyndafræði án spurninga eða gagnrýninnar skoðunar.“ Víða í fylkjum Bandaríkjanna hafa foreldrar risið upp og mótmælt. Stofnuð voru sérstök foreldrasamtök sem gleðjast í dag. Kennarar sem neituðu að taka þátt í þessu hafa fengið bætur vegna t.d. uppsagnar. Það var ýmist sátt eða málaferli, sýnir að kennarar voru í fullum rétti til að hafna hugmyndafræðinni inni í skólunum. Í sumum fylkjum Bandaríkjunum var hugmyndafræðin bönnuð í skólum áður en tilskipun Trump kom. Ljóst er að Bandaríkin eru á réttri vegferð með þessum forsetatilskipununum. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. og sjúkraliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að tilskipanir Trump Bandaríkjaforseta fara misvel í menn. Margar ástæður liggja þar að baki. Fjölmiðlar hafa keppst við að gera úlfalda úr mýflugu úr sumum þeirra. Greinarhöfundur gerir fimm tilskipanir umtalsefni. Málaflokkarnir sem um ræðir eru verulega umdeildir og byggir á hugmyndafræði sem hefur ekki vísindi né staðreyndir að baki sér, kynin (tvö), kvennaíþróttir, kvennafangelsi, lyfja- og skurðaðgerðir á börnum og innrætingu í skólakerfinu. Kynin Gríp í orð norska þingmannsins Jenny Klinge þegar hún sagði; „Sú undarlega staðreynd að lygi sé gerð að sannleik um að líffræðilegu kynin geti verið fleiri en tvö hefur náði ákveðinni fótfestu í mörgum samfélögum. Þetta var svo sannfærandi að ráðamenn þjóða bjuggu til lög til vernda réttindi í kringum lygar.“ Bandaríkin eru þar ekki undanskilin. Undarlegt má teljast að það hafi gerst. Vel þekjandi og menntað fólk hoppaði á lygina og reynir að telja öðrum trú um að kynin séu fleiri en tvö. Líka í skólakerfinu. Nú hefur Trump ákveðið, að í opinberum skjölum í Ameríku eru kynin tvö, karlmaður og kvenmaður, eins og hefur verið um aldur og ævi. Áritun í vegabréf verður annað hvort maður eða kona. Skráningar byggðar á tilfinningum manna eða upplifun eru ekki leyfðar. Kvennaíþróttir Trump hefur nú bannað þátttöku karla í kvennaíþróttum þó svo að þeir skilgreini sig sem konu. Karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, halda nú á um 1000 titlum víðs vegar um heiminn sem ætlaðir voru konum. Með því að skilgreina sig sem konu, en taka út kynþroska sem karlmaður, eru þessir karlar mun sterkari á öllum sviðum. Það er hinn líffræðilegi munur á karli og konu, strák og stelpu. Íþróttakonur í Bandaríkjunum fylktu sér á bak við Trump því hann lofaði að koma þessari tilskipun á. Hann lætur verkin tala og verndar kvennaíþróttirnar. Fulltrúadeildin ákvað að banna karlmenn í kvennaíþróttunum, undarlegt verður að teljast að um 200 demókratar vildu fórna öryggi og réttindum kvenna í íþróttum fyrir karlmenn, sem skilgreina sig sem konur. Repúblikanar settu hins vegar stúlkur í fyrsta sætið og sögðu já við banninu. Kvennafangelsi Færst hefur í vöxt í Bandaríkjunum (og víðar) að karlmenn skilgreini sig sem konu til að komast í kvennafangelsi. Sumir þeirra hafa farið í hormónameðferðir á kostnað skattgreiðenda og aðrir í aðgerð og halda þannig að þeir geta breytt kyni sínu. En vegna laga um kynrænt sjálfræði hafa margir fengið flutning í kvennafangelsi án nokkurra inngripa. Í Bandaríkjunum hafa menn þurft að glíma við kynferðisafbrot innan múranna og þungungarmál. Trump hefur tekið af allan vafa, karlmaður er karlmaður og afplánar með sínum líkum. Kona er kona og afplánar sem sínum líkum. Lyfja- og skurðaðgerðir fyrir börn Trump hefur með tilskipun bannað hormón- og stopphormónameðferðir, sem eru ógagnreyndar meðferðir, fyrir börn. Færst hefur í aukana að læknar meðhöndli börn án vitneskju foreldranna. Börnin fá þessa meðferð því þau upplifa ónot í eigin skinni og halda að hægt sé að skipta um kyn. Hormónalyf og stopphormón hafa svo miklar aukaverkanir á börn að þau verða sjúklingar ævilangt. Talið er, að þúsundir barna í Bandaríkjunum hafi farið í gegnum þessar tilraunameðferðir lækna. Síðan er það brjóstnám á unglingsstúlkum. Því miður virðist ekki víla fyrir læknum þar vestra að taka brjóst af unglingsstúlkum sem líður illa í eigin skinni. Mörg hundruð stúlkna hafa farið í gegnum tvöfalt brjóstnám. Stúlkurnar bera ævilangt ör á brjóstkassanum, merki um að þær eru stúlkur. Margir sem fóru í svona meðferðir reyna nú að snúa til baka. Segja má að þetta sé einn mesti skandall læknisfræðinnar í manna minnum og má líkja við ennisblaðaaðgerðirnar sem gerðar voru á geðsjúklingum fyrir nokkrum áratugum. Forsetinn ógilti málaferli á hendur barnalækni, hvíslara, sem vann við barnasjúkrahús í Texas. Læknirinn sagði frá hvernig sjúkrahúsið notaði þessar ógagnreyndu meðferðir á börn þrátt fyrir að segjast ekki gera það. Ríkissaksóknara fannst ástæða til að lögsækja lækninn, ekki spítalann. Trump gerði rétt. Innræting í skólakerfinu Þá kom að skólunum. Trump gaf út tilskipun í gær sem varðar skólana og hinsegin hugmyndafræðina. Bannað verður að innræta börnum hugmyndafræði trans-hreyfinga. Víða er hugmyndafræðinni komið að í gegnum námsefni sem þykir óviðeigandi fyrir börn. Í tilskipuninni segir; „Á undanförnum árum hafa foreldrar hins vegar orðið vitni að því að skólar innræta börnum sínum róttækri and-amerískri hugmyndafræði á meðan þeir hindra vísvitandi eftirlit foreldra. Slíkt umhverfi virkar sem bergmálsklefi, þar sem nemendur neyðast til að samþykkja þessa hugmyndafræði án spurninga eða gagnrýninnar skoðunar.“ Víða í fylkjum Bandaríkjanna hafa foreldrar risið upp og mótmælt. Stofnuð voru sérstök foreldrasamtök sem gleðjast í dag. Kennarar sem neituðu að taka þátt í þessu hafa fengið bætur vegna t.d. uppsagnar. Það var ýmist sátt eða málaferli, sýnir að kennarar voru í fullum rétti til að hafna hugmyndafræðinni inni í skólunum. Í sumum fylkjum Bandaríkjunum var hugmyndafræðin bönnuð í skólum áður en tilskipun Trump kom. Ljóst er að Bandaríkin eru á réttri vegferð með þessum forsetatilskipununum. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. og sjúkraliði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun