Sé miðað við fremur tyrfna tilkynningu um þetta efni á vef stjórnarráðsins er ljóst að ekki er hægt að búast við eins mörgum umsögnum og forsætisráðuneytið fékk þegar það óskaði eftir sparnaðartillögum á dögunum, en fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sem sagt sett í samráðsgátt drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.
Viðbrögð við skömmum Hæstaréttar
Í tilkynningunni segir að ástæðan sé öðrum þræði dómur Hæstaréttar sem í desember komst að þeirri niðurstöðu að sá hluti reglugerðarinnar, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara, sem er mismunur á vöruverði og söluverði, skorti lagastoð.
Í dómnum segir að lög um verslun með áfengi og tóbak heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar er hins vegar hvergi minnst á framlegð.
„Þær breytingar sem lagðar eru til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar, en einnig eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar.“
Stefna að heildarendurskoðun
Stefnt er að heildarendurskoðun reglugerðarinnar og segir að hugsanlega muni ábendingar sem berst í samráðsgáttina, um efni reglugerðarinnar að öðru leyti, að verða nýttar í þágu þeirrar vinnu.