Danmörk fór létt með Portúgal í undanúrslitaleiknum í kvöld og vann 40-27 sigur.
Portúgalir voru í vandræðum alveg frá upphafi, snemma leiks missti liðið þrjá menn út með tveggja mínútna brottvísanir og spilaði um stund með aðeins fjóra leikmenn inni á vellinum.
Mathias Gidsel var að venju markahæstur hjá Dönum, með níu mörk að þessu sinni, en markmaðurinn Emil Nielsen var valinn maður leiksins eftir að hafa varið 15 af 40 skotum Portúgala.
Þetta var 36. leikurinn í röð á heimsmeistaramótinu sem Danir spilar án þess að tapa. Þeir hafa unnið síðustu þrjú heimsmeistaramót og stefna á fjórða titilinn í röð.
Úrslitaleikurinn mun fara fram á sunnudag klukkan fimm í Baerum í Noregi.