„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 22:03 Þeir Guðmundur Kári Björnsson, Hákon Arnar Brynjarsson og Viktor Áki Bjarnason nemendur í skólum í verkföllum ætla að nota tímann vel meðan á þeim stendur. Þeir standa með kennurum. Vísir/Bjarni Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Fimm þúsund nemendur sátu því heima í morgun. Í leikskólunum eru verkföllin ótímabundin en tímabundin í grunnskólunum og standa ýmist til 21. eða 26 febrúar takist ekki að semja fyrir þann tíma. Vilja að kennarar fái góð laun Guðmundur Kári Björnsson nemandi í Engjaskóla í Reykjavík sem er í verkfalli var nokkuð sáttur við fríið en stendur með kennurum. „Það er bara gaman að vera í verkfalli en mér finnst ósanngjarnt að kennarnir fái ekki góð launm“ segir Guðmundur. Guðmundur ætlar að nota tímann vel meðan á verkfallsaðgerðum stendur en vonar að þær verði ekki lengi. „Ég myndi helst bara vilja vera í fríi í viku, mánuður er svolítið mikið. Ég svaf fram eftir í morgun, það kemur kemur örugglega einhver óregla á svefninn. Ég fæ að komast oftar til trommukennarans en áður meðan verkfallið stendur,“ segir Guðmundur. Strákar í Árbæjarskóla ætla að nýta tímann í fótboltaæfingar og hitta vini sína. „Ég er ekki búinn að plana neitt sérstakt bara að vera með vinum mínum meðan að verkfallið er,“ segir Hákon Arnar Brynjarsson í áttunda bekk Árbæjarskóla. „ Ég ætla að laga til í kjallaranum og búa til svakalegt herbergi þar. Það er bara drasl þar núna. Ég ætla að gera kjallarann flottan aftur,“ segir Viktor Áki Bjarnason nemandi í áttunda bekk Árbæjarskóla. Þeir félgar standa með kennurum. „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því,“ segja þeir einum róm.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira