Körfubolti

Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára

Valur Páll Eiríksson skrifar
Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað.
Enginn átti von á að Dallas Mavericks myndu vilja losa sig við Luka Doncic. En Anthony Davis hefur greinilega heillað. Getty

Skipti Luka Doncic til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks fyrir Anthony Davis hafa vakið mikla athygli. Skiptar skoðanir eru um mörg atriði samningsins sem félögin gerðu með sér.

Skiptin komu sem þruma úr heiðskíru lofti á sunnudaginn var og óhætt að segja að NBA-heimurinn hafi nötrað. Sá titringur skilaði sér í stúdíóið hjá helstu NBA-sérfræðingum landsins sem fóru yfir skiptin frá A til Ö í nýjasta þætti Lögmáls leiksins í gærkvöld.

Þeir félagar fóru í kjölinn á öllu því sem skiptunum við kemur og hnakkrifust á köflum. Rúmlega hálftíma langa umræðu um skiptin má sjá í spilaranum og mega NBA áhugamenn ekki láta hana framhjá sér fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×