Handbolti

Aftur­elding, Fram og Valur með góða sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ihor Kopyshynskyi var öflugur í kvöld.
Ihor Kopyshynskyi var öflugur í kvöld. vísir/Anton

Afturelding, Fram og Valur unnu góða sigra þegar Olís-deild karla í handbolta fór af stað á nýjan leik eftir langa pásu sökum HM í handbolta.

Afturelding lagði ÍR með sjö marka mun í kvöld, lokatölur 34-27 í Mosfellsbæ. Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og var markahæstur. Einar Baldvin Baldvinsson varði 18 skot í markinu og var með 46 prósent markvörslu.

Fram fór í Hafnafjörðinn og vann eins marks sigur á Haukur, lokatölur á Ásvöllum 29-30. Reynir Þór Stefánsson var markahæstur í liði Fram með átta mörk.

Valur gerði þá frábæra ferð á Akureyri og vann þriggja marka sigur, lokatölur fyrir norðan 29-32. Bjarni Selvindi, Allan Norðberg og Úlfur Páll Monsi Þórðarson voru markahæstir hjá Val með sjö mörk hvor.

Þá vann HK sex marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, lokatölur 23-29.

Eftir leiki kvöldsins er FH á toppi deildarinnar með 23 stig að loknum 15 umferðum. Afturelding er með stigi minna í 2. sæti, Fram er í 3. sæti með 21 stig og Valur með 20 stig þar á eftir.

Stöðuna í heild sinni má sjá á vef HSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×