Yfirlýsing nefndarinnar var kynnt í morgun þar sem kom fram að stýrivextir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði- og peningastefnu, munu á fundinum gera grein fyrir yfirlýsingunni og jafnframt kynna efni Peningamála.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan.