Guðrún boðar til fundar Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2025 11:34 Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið hvött til að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur boðað til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Leiða má líkur að því að þar muni hún tilkynna framboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. „Nú styttist óðum í að Sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Guðrúnu. Telur rétt að eiga samtal við félaga sína Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, hafi hún fundið köllun til að bjóða fram krafta sína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hafi verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Hún hafi notið hverrar stundar og lagt sig fram um að standa vörð um þau grunngildi Sjálfstæðismenn trúa á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls. „Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína og boða ég til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14:00.“ Stefnir í slag um mánaðamót Fari svo að Guðrún tilkynni um framboð til formanns, sem má svo gott sem fullyrða að hún geri, er ljóst að boðið verður upp á áhugaverðan formannsslag í Laugardalshöll um mánaðamótin komandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tilkynnti um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á vel sóttum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll fyrir tíu dögum. Vísir fór á vettvang og rýndi í það hverjir mættu og, það sem meira er, hverjir mættu ekki. Ýmsir þungavigtarmenn í flokknum hlýddu á Áslaugu Örnu tilkynna framboð sitt og ljóst er að hún nýtur mikils stuðnings í flokknum og meðal þeirra sem haft geta áhrif á kjör um formann. Áslaug Arna er þó fjarri lagi ein um það að njóta stuðnings í flokknum. Sjálfstæðisfélög í Suðurkjördæmi hafa undanfarið keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Guðrúnu og hvetja hana til að taka slaginn við Áslaugu. Nú síðast tóku tíu oddvitar á Suðurlandi sig saman og skoruðu á hana að bjóða sig fram til formanns. Hvor fær atkvæðin sem hefðu verið greidd Guðlaugi Þór? Þá tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á mánudag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti formanns. Hann gaf kost á sér á síðasta landsfundi gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni, og hlaut fjörutíu prósent greiddra atkvæða. Hann hefur um árabil verið vinsæll meðal stórrar fylkingar innan flokksins. Eins og stendur er ómögulegt að segja til um það hvort „Gulla-atkvæðin“ falli með Áslaugu Örnu eða Guðrúnu. Loks má nefna að fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur tilkynnt framboð til formanns. Enn er þó óljóst hvort hann eigi sæti víst á landsfundi og þar með óljóst með kjörgengi hans. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Nú styttist óðum í að Sjálfstæðismenn komi saman á landsfundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja forystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi einstaklingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst samfélag til hagsbóta fyrir alla landsmenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Guðrúnu. Telur rétt að eiga samtal við félaga sína Fyrir fjórum árum, eftir áratuga starf í atvinnulífinu, hafi hún fundið köllun til að bjóða fram krafta sína í þeirri viðleitni að móta íslenskt samfélag. Sú vegferð hafi verið krefjandi, lærdómsrík og gefandi. Hún hafi notið hverrar stundar og lagt sig fram um að standa vörð um þau grunngildi Sjálfstæðismenn trúa á – frelsi, jafnrétti og rétt einstaklinga til að nýta krafta sína til fulls. „Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína og boða ég til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14:00.“ Stefnir í slag um mánaðamót Fari svo að Guðrún tilkynni um framboð til formanns, sem má svo gott sem fullyrða að hún geri, er ljóst að boðið verður upp á áhugaverðan formannsslag í Laugardalshöll um mánaðamótin komandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, tilkynnti um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins á vel sóttum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll fyrir tíu dögum. Vísir fór á vettvang og rýndi í það hverjir mættu og, það sem meira er, hverjir mættu ekki. Ýmsir þungavigtarmenn í flokknum hlýddu á Áslaugu Örnu tilkynna framboð sitt og ljóst er að hún nýtur mikils stuðnings í flokknum og meðal þeirra sem haft geta áhrif á kjör um formann. Áslaug Arna er þó fjarri lagi ein um það að njóta stuðnings í flokknum. Sjálfstæðisfélög í Suðurkjördæmi hafa undanfarið keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Guðrúnu og hvetja hana til að taka slaginn við Áslaugu. Nú síðast tóku tíu oddvitar á Suðurlandi sig saman og skoruðu á hana að bjóða sig fram til formanns. Hvor fær atkvæðin sem hefðu verið greidd Guðlaugi Þór? Þá tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á mánudag að hann myndi ekki sækjast eftir embætti formanns. Hann gaf kost á sér á síðasta landsfundi gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni, og hlaut fjörutíu prósent greiddra atkvæða. Hann hefur um árabil verið vinsæll meðal stórrar fylkingar innan flokksins. Eins og stendur er ómögulegt að segja til um það hvort „Gulla-atkvæðin“ falli með Áslaugu Örnu eða Guðrúnu. Loks má nefna að fjöllistamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur tilkynnt framboð til formanns. Enn er þó óljóst hvort hann eigi sæti víst á landsfundi og þar með óljóst með kjörgengi hans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05
Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38
Enginn megi vera krýndur formaður Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. 25. janúar 2025 19:03