Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 14:55 Stjórnmálaflokkurinn Vinir Kópavogs spratt upp úr samnefndum grasrótarsamtökum árið 2022. Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“ Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“
Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira