Í samkeppni við Noona með Sinna Lovísa Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:46 Inga Tinna býður nú fólki að bóka sér þjónustu á sinna.is. Aðsend Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. „Við erum í óðaönn að bæta inn á markaðstorgið og höfum ekki undan eftirspurn sem er auðvitað algjörlega frábært. Við erum að innleiða ný þjónustufyrirtæki daglega,“ segir Inga Tinna. Hún segir mikla hugmyndavinnu að baki nafni og útlits markaðstorgsins. Brandenburg hafi aðstoðað við þá vinnu og Bragi Valdimar Skúlason, framkvæmdastjóri Brandenburg, komið með hugmyndina að nafninu. „Við höfum unnið að þessu í rúmt ár. Sinna er sagnorð og hentar einstaklega vel í margs konar setningar sem eiga vel við markaðstorgið. Tími til að sinna hárinu, tími til að sinna líkamanum, tími til að sinna heilsunni, tími til að sinna þér,“ segir Inga Tinna. Einkennislitur vörumerkisins er fjólublár og myndmerkið í formi biðraðamiða. „Slíkir miðar voru mikið notaðir áður fyrr þegar fólk var að „sinna sínum málum“. Tólf fyrirtæki og einstaklingar í þessari viku Inga Tinna segir þegar 60 aðila hafa gert samstarfssamninga við þau. „Bara í þessari viku hafa tólf ný fyrirtæki og einstaklingar bæst í hópinn. Við höfum varla undan eftirspurninni sem er auðvitað frábært og engin vara hefur fengið jafn miklar viðtökur.“ Sinna.is er ekki fyrsta síðan sem býður upp á slíka þjónustu en hægt er að fá sambærilega þjónustu á noona.is eða í Noona-appinu. Inga Tinna segir alla samkeppni af hinu góða. „Samkeppni krefst þess að allir séu á tánum og að gera sitt besta sem við erum einmitt hvað þekktust fyrir. Ég hef oft sagt það og segi aftur: Ég er með landsliðið í forritun og það jafnast ekkert á við þá aðila sem eru í teyminu okkar. Það er frábært starfsfólk hjá Dineout og allar stöður eru vel skipaðar en það skiptir gríðarlega miklu máli þegar nýjar vörur eru gefnar út. Við erum komin með svarta beltið í því enda búum við yfir 16 hugbúnaðarlausnum sem allar eru í notkun.“ Nýta lausnir á öðrum markaði Síðustu átta árin hafi þau unnið að því að þróa lausnir fyrir veitingageirann og hafi náð góðum árangri. „Það var kominn tími til að nýta vörurnar okkar fyrir fleiri markaði og þá blasti við að byrja á þjónustumarkaðnum. Það sem aðgreinir Dineout og Sinna frá öðrum aðilum eru gæði hugbúnaðarlausnanna auk þess sem allar lausnir eru gerðar af sama teyminu frá grunni, og allar aðgengilegar í gegnum einn bakenda. Yfirsýn yfir reksturinn verður því margfalt betri og straumlínulagaðri,“ segir hún og að fyrirtæki þurfi þannig ekki að sýsla með mörg ólík kerfi. „Rekstraraðilar ráða þannig hvaða vörur úr hugbúnaðarkistu okkar þeir vilja nota og hvaða lausnir nýtast, en vita að þeir þurfa bara eitt kerfi, og það er Sinna.“ Noona steig í fyrra inn í veitingahúsabransann og í samkeppni við Dineout. Við sama tilefni fullyrtu forsvarsaðilar Noona að Dineout væri að „blóðmjólka veitingastaði“ með markaðstorgi sínu. Inga Tinna sagði við það tilefni að henni ofbyði þessar fullyrðingar. Inga Tinna segir Sinna.is þó ekki viðbrögð við þessu. Við tökum alltaf ákvarðanir sem byggja á þeirri vegferð sem við erum á. Við erum með sterk gildi og temjum okkur að tala ekki illa um aðra og viljum stuðla að heilbrigðri samkeppni. Við stöndum fyrir gæðum og þjónustu og látum það tala sínu máli. Það eru gæði hugbúnaðarlausnanna, gæði markaðstorgsins og gæði mannauðs okkar sem skína í gegn.“ Hingað til hafi veitingageirinn aðeins fengið að njóta þessara lausna. „Það sem við erum að gera er að útvíkka notendahópinn og vöruframboðið fyrir þjónustufyrirtæki,“ segir Inga Tinna. Noona og Sinna ekki það sama Inga segir fólk oft leggja þjónustu Noona að jöfnu við þjónustu Dineout og nú Sinna en segir alls ekki það sama í boði hjá þeim. Til dæmis hafi verið miklu meiri áhersla lögð á að ná til ferðamanna og að þau muni nýta þessar tengingar á Sinna. Þar sé til dæmis hægt að leita eftir öllum tungumálum vegna tengingar við gervigreind. Gervigreindin er svo líka er nýtt til að bæta bókunarferlið fyrir notendur. Sem dæmi er hægt að slá inn í leitina „klipping í dag“ og þá fær fólk upp allar lausa tíma þann daginn í klippingu. Inga Tinna segir þetta í notkun og því eigi lausnirnar eftir að batna eftir því sem notendur nota þetta meira. „Gervigreindin verður klárari eftir því sem almenningur notar hana meira. Hún gæti skilað skringilegum niðurstöðum fyrstu vikurnar en verður betri eftir því sem fólk notar hana meira.“ Þá er einn stærsti munurinn á þeirra kerfi og öðru sambærilegu kerfi að sögn Ingu Tinnu að hjá þeim er ekki bara í boði að bóka, heldur getur fólk líka haft samband beint við einstaklinga. „Síðan hans Loga er til dæmis með báðum fídusum,“ segir Inga Tinna og á þá við sambýlismann sinn Loga Geirsson. Fólk geti þá bæði bókað hjá honum í þjálfun og sent honum skilaboð varðand það að halda fyrirlestur. „Við erum þannig ekki bara að fókusa bara á bókanir heldur líka að tengja fyrirtæki og einstaklinga við almenning,“ segir hún og að þannig verði þjónustan persónulegri. Hún segir alveg eins og hjá Dineout hafi þau líka viljað framboðið afmarkað. „Dineout fókusar einvörðungu á veitingageirann. Þú veist að aðilarnir sem koma inn á Dineout eru í matarhugleiðingum. Markhópurinn er svo ofboðslega skýr. Það er svo varhugavert, og flókið fyrir neytendur, að blanda of miklu saman. Dineout er sérhannað fyrir veitingageirann og það sama er uppi á teningnum hjá Sinna. Við erum að búa til sterkan fókus í kringum þessa aðila sem sinna þjónustu í tengslum við heilsu og vellíðan. Þetta er afmarkaðra en áður hefur sést.“ Sama teymi og byggði upp Dineout Að baki markaðstorgsins er sama teymi og byggði upp Dineout.is. „Okkur hefur tekist ætlunarverkið okkar sem er að þegar fólk ætlar út að borða þá hugsar það Dineout. Ekki nóg með það heldur tókst okkur að ná til ferðamannanna og veitingastaðirnir vilja ekki missa af þeim,“ segir Inga Tinna. Samkvæmt spá Ferðamálastofu munu um 2,4 milljónir ferðamanna heimsækja Ísland á þessu ári. Inga Tinna segir afar mikilvægt fyrir veitingastaði að vera sýnilegir til að ná til ferðamanna. „Þeir eru sjaldnast með aðgengi að eldhúsi og kjósa að fara mikið út að borða. Fyrir þá sem vilja panta sér mat erum við líka með tengslanetið fyrir matarpantanir þannig við náum til breiðs markhóps. Við höfum byggt þetta tengslanet upp á átta árum og höfum öðlast ómetanlega reynslu sem nýtist nú fleiri aðilum en einungis veitingageiranum.“ Inga Tinna segir sama teymi að baki Sinna og Dineout. Lausnirnar sem hafi verið skapaðar þar séu nú nýttar í annars konar þjónustu.Vísir/Vilhelm Nú ætli þau að gera það sama á þjónustumarkaði. „Áherslur okkar byggja á því að gera fyrirtækjum, einstaklingum og vörumerkjum þeirra hátt undir höfði. Á bak við hvern rekstur eru mikilvægar manneskjur og við erum að tryggja að einstaklingar fái að skína á sinna.is. Það er svo ótrúlega mikið af einstaklingum þarna úti sem eru að bjóða upp á ýmsar þjónustur en ná ekki að setja þær í búning og gera sýnilegar. Við sjáum til þess að það verði að veruleika,“ segir hún. Allir þjónustuaðilar fái sína eigin vefsíðu með nýju myndefni. „Það skiptir okkur miklu máli að vörumerki fyrirtækjanna og einstaklinganna fái að skína. Þau hafa haft fyrir því að byggja upp vörumerkjavitund og það fær svo sannarlega að njóta sín á sinna.is,“ segir Inga Tinna. Einstaklingar fái meira pláss Þá segir hún það einnig hafa vakið mikla lukku meðal þjónustuaðila að einstaklingum sé gert hátt undir höfði. Til dæmis golfþjálfurum, einkaþjálfurum, fyrirlesurum og förðunarfræðingum. „Það hefur aldrei áður verið svona platform fyrir ljósmyndara, fyrirlesara, einkaþjálfara eða hárgreiðslufólk. Ég myndi til dæmis alltaf fylgja hárgreiðslumanneskjunni sem hefur séð um mig. Ef hún skiptir um stofu fylgi ég henni.“ Inga Tinna segir að þannig sé áherslan ekki bara á fyrirtæki eins og hefur verið. Einstaklingar fái meira pláss hjá þeim. Hún segir þetta einnig mikilvægt fyrir neytendur sem hafi á markaðstorginu betri yfirsýn yfir þær þjónustur sem eru í boði. Þá segir hún afar einfalt að nota markaðstorgið og auðvelt til dæmis að leita að ákveðinni þjónustu en á torginu. Þá sé einnig á því sú nýjung að geta leitað eftir ákveðnu tímabili. Ef þig langar að komast í nudd á næstu tveimur vikum getur þú valið þá daga og markaðstorgið skilar þér leitarniðurstöðum og tillögum að nuddstofum og nuddurum sem eiga lausan tíma á þessu tímabili Þetta eigi við um alla þá þjónustu sem er í boði á markaðstorginu. Fyrstu mánuðina er kynningarverð í boði en verð mismunandi eftir stærð fyrirtækis og umfangi. Sem dæmi er mánaðargjald fyrir tímabókunarkerfi á 14.900. Til samanburðar kostar bókunarkerfi hjá Noona 5.690 krónur og svo 1.690 fyrir hvern auka starfsmann. Inga Tinna segir mikla áherslu hafa verið lagða á það að hafa verðskrána einfalda. „Við erum ekki að taka niður á starfsmann. Það er eitt flatt verð og það á við um reksturinn eða einstaklinginn. Það eru engin falin gjöld og við erum ekki að taka eitthvað kött á bak við tjöldin,“ segir hún. Inga Tinna segir alla samkeppni af hinu góða.Vísir/Vilhelm Viljandi vefsíða fyrst Sinna.is er fyrst um sinn aðeins vefsíða fyrir notendur en í appi fyrir þjónustuveitendur. Inga Tinna segir það með vilja gert. Þau séu samt sem áður á lokametrunum með appið. „Við tókum upplýsta ákvörðun, alveg eins og með Dineout, að byrja á vefsíðu. Ástæðan er mjög einföld en það er besta leitarvélabestunin fyrir fyrirtæki og aðila. Ef þú ferð beint inn í app þá erum við ekki að gera fyrirtækjum hærra undir höfði. Markaðstorgið gengur samt sem áður út á að koma einstaklingum og fyrirtækjum á framfæri, ekki okkur. Þannig við erum að setja þau í fyrsta sæti.“ Í kjölfarið pikki leitarvélar eins og Google þau upp og fyrirtækið fari hækka í leitarvélarbestun. „Svo förum við með það inn í app. En erum fyrir það búin að tryggja að vefsíðan er að malla og leitarvélarbestun fyrir fyrirtækið en við erum ekki að þröngva þeim inn í app þar sem þú getur bara fundið viðkomandi af því þú veist af appinu.“ Veitingastaðir Tækni Heilsa Samkeppnismál Hár og förðun Tengdar fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti. 11. desember 2024 19:20 Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. 19. júlí 2024 15:29 Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. 12. júlí 2024 22:22 Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 20. maí 2024 16:04 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
„Við erum í óðaönn að bæta inn á markaðstorgið og höfum ekki undan eftirspurn sem er auðvitað algjörlega frábært. Við erum að innleiða ný þjónustufyrirtæki daglega,“ segir Inga Tinna. Hún segir mikla hugmyndavinnu að baki nafni og útlits markaðstorgsins. Brandenburg hafi aðstoðað við þá vinnu og Bragi Valdimar Skúlason, framkvæmdastjóri Brandenburg, komið með hugmyndina að nafninu. „Við höfum unnið að þessu í rúmt ár. Sinna er sagnorð og hentar einstaklega vel í margs konar setningar sem eiga vel við markaðstorgið. Tími til að sinna hárinu, tími til að sinna líkamanum, tími til að sinna heilsunni, tími til að sinna þér,“ segir Inga Tinna. Einkennislitur vörumerkisins er fjólublár og myndmerkið í formi biðraðamiða. „Slíkir miðar voru mikið notaðir áður fyrr þegar fólk var að „sinna sínum málum“. Tólf fyrirtæki og einstaklingar í þessari viku Inga Tinna segir þegar 60 aðila hafa gert samstarfssamninga við þau. „Bara í þessari viku hafa tólf ný fyrirtæki og einstaklingar bæst í hópinn. Við höfum varla undan eftirspurninni sem er auðvitað frábært og engin vara hefur fengið jafn miklar viðtökur.“ Sinna.is er ekki fyrsta síðan sem býður upp á slíka þjónustu en hægt er að fá sambærilega þjónustu á noona.is eða í Noona-appinu. Inga Tinna segir alla samkeppni af hinu góða. „Samkeppni krefst þess að allir séu á tánum og að gera sitt besta sem við erum einmitt hvað þekktust fyrir. Ég hef oft sagt það og segi aftur: Ég er með landsliðið í forritun og það jafnast ekkert á við þá aðila sem eru í teyminu okkar. Það er frábært starfsfólk hjá Dineout og allar stöður eru vel skipaðar en það skiptir gríðarlega miklu máli þegar nýjar vörur eru gefnar út. Við erum komin með svarta beltið í því enda búum við yfir 16 hugbúnaðarlausnum sem allar eru í notkun.“ Nýta lausnir á öðrum markaði Síðustu átta árin hafi þau unnið að því að þróa lausnir fyrir veitingageirann og hafi náð góðum árangri. „Það var kominn tími til að nýta vörurnar okkar fyrir fleiri markaði og þá blasti við að byrja á þjónustumarkaðnum. Það sem aðgreinir Dineout og Sinna frá öðrum aðilum eru gæði hugbúnaðarlausnanna auk þess sem allar lausnir eru gerðar af sama teyminu frá grunni, og allar aðgengilegar í gegnum einn bakenda. Yfirsýn yfir reksturinn verður því margfalt betri og straumlínulagaðri,“ segir hún og að fyrirtæki þurfi þannig ekki að sýsla með mörg ólík kerfi. „Rekstraraðilar ráða þannig hvaða vörur úr hugbúnaðarkistu okkar þeir vilja nota og hvaða lausnir nýtast, en vita að þeir þurfa bara eitt kerfi, og það er Sinna.“ Noona steig í fyrra inn í veitingahúsabransann og í samkeppni við Dineout. Við sama tilefni fullyrtu forsvarsaðilar Noona að Dineout væri að „blóðmjólka veitingastaði“ með markaðstorgi sínu. Inga Tinna sagði við það tilefni að henni ofbyði þessar fullyrðingar. Inga Tinna segir Sinna.is þó ekki viðbrögð við þessu. Við tökum alltaf ákvarðanir sem byggja á þeirri vegferð sem við erum á. Við erum með sterk gildi og temjum okkur að tala ekki illa um aðra og viljum stuðla að heilbrigðri samkeppni. Við stöndum fyrir gæðum og þjónustu og látum það tala sínu máli. Það eru gæði hugbúnaðarlausnanna, gæði markaðstorgsins og gæði mannauðs okkar sem skína í gegn.“ Hingað til hafi veitingageirinn aðeins fengið að njóta þessara lausna. „Það sem við erum að gera er að útvíkka notendahópinn og vöruframboðið fyrir þjónustufyrirtæki,“ segir Inga Tinna. Noona og Sinna ekki það sama Inga segir fólk oft leggja þjónustu Noona að jöfnu við þjónustu Dineout og nú Sinna en segir alls ekki það sama í boði hjá þeim. Til dæmis hafi verið miklu meiri áhersla lögð á að ná til ferðamanna og að þau muni nýta þessar tengingar á Sinna. Þar sé til dæmis hægt að leita eftir öllum tungumálum vegna tengingar við gervigreind. Gervigreindin er svo líka er nýtt til að bæta bókunarferlið fyrir notendur. Sem dæmi er hægt að slá inn í leitina „klipping í dag“ og þá fær fólk upp allar lausa tíma þann daginn í klippingu. Inga Tinna segir þetta í notkun og því eigi lausnirnar eftir að batna eftir því sem notendur nota þetta meira. „Gervigreindin verður klárari eftir því sem almenningur notar hana meira. Hún gæti skilað skringilegum niðurstöðum fyrstu vikurnar en verður betri eftir því sem fólk notar hana meira.“ Þá er einn stærsti munurinn á þeirra kerfi og öðru sambærilegu kerfi að sögn Ingu Tinnu að hjá þeim er ekki bara í boði að bóka, heldur getur fólk líka haft samband beint við einstaklinga. „Síðan hans Loga er til dæmis með báðum fídusum,“ segir Inga Tinna og á þá við sambýlismann sinn Loga Geirsson. Fólk geti þá bæði bókað hjá honum í þjálfun og sent honum skilaboð varðand það að halda fyrirlestur. „Við erum þannig ekki bara að fókusa bara á bókanir heldur líka að tengja fyrirtæki og einstaklinga við almenning,“ segir hún og að þannig verði þjónustan persónulegri. Hún segir alveg eins og hjá Dineout hafi þau líka viljað framboðið afmarkað. „Dineout fókusar einvörðungu á veitingageirann. Þú veist að aðilarnir sem koma inn á Dineout eru í matarhugleiðingum. Markhópurinn er svo ofboðslega skýr. Það er svo varhugavert, og flókið fyrir neytendur, að blanda of miklu saman. Dineout er sérhannað fyrir veitingageirann og það sama er uppi á teningnum hjá Sinna. Við erum að búa til sterkan fókus í kringum þessa aðila sem sinna þjónustu í tengslum við heilsu og vellíðan. Þetta er afmarkaðra en áður hefur sést.“ Sama teymi og byggði upp Dineout Að baki markaðstorgsins er sama teymi og byggði upp Dineout.is. „Okkur hefur tekist ætlunarverkið okkar sem er að þegar fólk ætlar út að borða þá hugsar það Dineout. Ekki nóg með það heldur tókst okkur að ná til ferðamannanna og veitingastaðirnir vilja ekki missa af þeim,“ segir Inga Tinna. Samkvæmt spá Ferðamálastofu munu um 2,4 milljónir ferðamanna heimsækja Ísland á þessu ári. Inga Tinna segir afar mikilvægt fyrir veitingastaði að vera sýnilegir til að ná til ferðamanna. „Þeir eru sjaldnast með aðgengi að eldhúsi og kjósa að fara mikið út að borða. Fyrir þá sem vilja panta sér mat erum við líka með tengslanetið fyrir matarpantanir þannig við náum til breiðs markhóps. Við höfum byggt þetta tengslanet upp á átta árum og höfum öðlast ómetanlega reynslu sem nýtist nú fleiri aðilum en einungis veitingageiranum.“ Inga Tinna segir sama teymi að baki Sinna og Dineout. Lausnirnar sem hafi verið skapaðar þar séu nú nýttar í annars konar þjónustu.Vísir/Vilhelm Nú ætli þau að gera það sama á þjónustumarkaði. „Áherslur okkar byggja á því að gera fyrirtækjum, einstaklingum og vörumerkjum þeirra hátt undir höfði. Á bak við hvern rekstur eru mikilvægar manneskjur og við erum að tryggja að einstaklingar fái að skína á sinna.is. Það er svo ótrúlega mikið af einstaklingum þarna úti sem eru að bjóða upp á ýmsar þjónustur en ná ekki að setja þær í búning og gera sýnilegar. Við sjáum til þess að það verði að veruleika,“ segir hún. Allir þjónustuaðilar fái sína eigin vefsíðu með nýju myndefni. „Það skiptir okkur miklu máli að vörumerki fyrirtækjanna og einstaklinganna fái að skína. Þau hafa haft fyrir því að byggja upp vörumerkjavitund og það fær svo sannarlega að njóta sín á sinna.is,“ segir Inga Tinna. Einstaklingar fái meira pláss Þá segir hún það einnig hafa vakið mikla lukku meðal þjónustuaðila að einstaklingum sé gert hátt undir höfði. Til dæmis golfþjálfurum, einkaþjálfurum, fyrirlesurum og förðunarfræðingum. „Það hefur aldrei áður verið svona platform fyrir ljósmyndara, fyrirlesara, einkaþjálfara eða hárgreiðslufólk. Ég myndi til dæmis alltaf fylgja hárgreiðslumanneskjunni sem hefur séð um mig. Ef hún skiptir um stofu fylgi ég henni.“ Inga Tinna segir að þannig sé áherslan ekki bara á fyrirtæki eins og hefur verið. Einstaklingar fái meira pláss hjá þeim. Hún segir þetta einnig mikilvægt fyrir neytendur sem hafi á markaðstorginu betri yfirsýn yfir þær þjónustur sem eru í boði. Þá segir hún afar einfalt að nota markaðstorgið og auðvelt til dæmis að leita að ákveðinni þjónustu en á torginu. Þá sé einnig á því sú nýjung að geta leitað eftir ákveðnu tímabili. Ef þig langar að komast í nudd á næstu tveimur vikum getur þú valið þá daga og markaðstorgið skilar þér leitarniðurstöðum og tillögum að nuddstofum og nuddurum sem eiga lausan tíma á þessu tímabili Þetta eigi við um alla þá þjónustu sem er í boði á markaðstorginu. Fyrstu mánuðina er kynningarverð í boði en verð mismunandi eftir stærð fyrirtækis og umfangi. Sem dæmi er mánaðargjald fyrir tímabókunarkerfi á 14.900. Til samanburðar kostar bókunarkerfi hjá Noona 5.690 krónur og svo 1.690 fyrir hvern auka starfsmann. Inga Tinna segir mikla áherslu hafa verið lagða á það að hafa verðskrána einfalda. „Við erum ekki að taka niður á starfsmann. Það er eitt flatt verð og það á við um reksturinn eða einstaklinginn. Það eru engin falin gjöld og við erum ekki að taka eitthvað kött á bak við tjöldin,“ segir hún. Inga Tinna segir alla samkeppni af hinu góða.Vísir/Vilhelm Viljandi vefsíða fyrst Sinna.is er fyrst um sinn aðeins vefsíða fyrir notendur en í appi fyrir þjónustuveitendur. Inga Tinna segir það með vilja gert. Þau séu samt sem áður á lokametrunum með appið. „Við tókum upplýsta ákvörðun, alveg eins og með Dineout, að byrja á vefsíðu. Ástæðan er mjög einföld en það er besta leitarvélabestunin fyrir fyrirtæki og aðila. Ef þú ferð beint inn í app þá erum við ekki að gera fyrirtækjum hærra undir höfði. Markaðstorgið gengur samt sem áður út á að koma einstaklingum og fyrirtækjum á framfæri, ekki okkur. Þannig við erum að setja þau í fyrsta sæti.“ Í kjölfarið pikki leitarvélar eins og Google þau upp og fyrirtækið fari hækka í leitarvélarbestun. „Svo förum við með það inn í app. En erum fyrir það búin að tryggja að vefsíðan er að malla og leitarvélarbestun fyrir fyrirtækið en við erum ekki að þröngva þeim inn í app þar sem þú getur bara fundið viðkomandi af því þú veist af appinu.“
Veitingastaðir Tækni Heilsa Samkeppnismál Hár og förðun Tengdar fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti. 11. desember 2024 19:20 Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. 19. júlí 2024 15:29 Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. 12. júlí 2024 22:22 Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 20. maí 2024 16:04 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Kaup Símans á Noona gengin í gegn Síminn hefur klárað kaup á öllu hlutafé í Noona Iceland ehf., sem sér um innlendan rekstur Noona Labs ehf en fyrirtækið heldur uppi samnefndu bókunarforriti. 11. desember 2024 19:20
Titringur á bókunarmarkaði: „Í kjörstöðu til að taka yfir þennan markað“ Markaðstorgin Dineout og Noona hafa staðið í nokkuð harðri samkeppni um hlutdeild á bókunarmarkaði síðustu misseri. Yfirlýsingarnar fljúga fyrirtækjanna á milli og Samkeppniseftirlitið hefur skorist í leikinn. 19. júlí 2024 15:29
Brutu sennilega samkeppnislög með ótímabærri markaðssetningu Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni. 12. júlí 2024 22:22
Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 20. maí 2024 16:04