Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 12:02 Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sameina krafta sína að nýju í komandi leikjum gegn Sviss og Frakklandi. Samsett/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30