Willum og fé­lagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Willum Þór kom inn af bekknum og fékk að líta gult spjald. 
Willum Þór kom inn af bekknum og fékk að líta gult spjald.  Vísir/Getty

Newcastle komst áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins með 2-3 sigri gegn Birmingham City. Willum Þór Willumsson spilaði síðasta hálftímann fyrir heimamenn en Alfons Sampsted kom ekki við sögu.

Leikurinn hófst með látum því Ethan Laird kom Birmingham yfir strax á fyrstu mínútu. Newcastle var þó hættulegri aðilinn og sneri leiknum fljótt við.

Joe Willock jafnaði á 21. mínútu og Callum Wilson kom gestunum svo yfir fimm mínútum síðar. Bæði mörkin voru skoruð eftir stoðsendingu frá William Osula.

Birmingham var þó langt frá því að leggjast flatt og tókst að jafna í 2-2 rétt fyrir hálfleik, Tomoki Iwata var þar á ferð.

Willum Þór var fyrsti varamaður Birmingham og kom inn á fyrir Marc Leonard sem meiddist á 62. mínútu. Willum fékk gult spjald fyrir glæfralegt brot á 75. mínútu. 

Birmingham varði jafna stöðu lengi vel en á 82. mínútu skoraði Joe Willock fyrir Newcastle.

Tólf mínútum var síðan bætt við en Birmingham tókst ekki að setja annað jöfnunarmark og Newcastle heldur því áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins. Dregið verður um andstæðinga næsta mánudag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira