Enski boltinn

Unai Emery býst við miklu af Rashford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford gæti spilað sinn fyrsta leik með Aston Villa á sunnudaginn.
Marcus Rashford gæti spilað sinn fyrsta leik með Aston Villa á sunnudaginn. Getty/Neville Williams

Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa og gæti spilað sinn frysta leik í enska bikarnum á sunnudaginn.

Rashford hefur verið út í kuldanum hjá Manchester United í tvo mánuði og spilaði síðast fótboltaleik í Evrópudeildarleik í desember.

Villa fékk hann að láni frá United í lok jánúargluggans og þar fær enski framherjinn tækifæri til að sýna sig og sanna það að það var rangt af Ruben Amorim að afskrifa hann.

Rashford er 27 ára gamall og ein stærsta stjarna Manchester United en að sögn Amorim þá æfði hann ekki og spilaði ekki fótbolta eins og hann vildi sjá.

Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, var aftur á móti himinlifandi með það hvernig Rashford æfði hjá sér í vikunni.

„Ég er mjög ánægður með hann og hann var frábær á æfingu í dag. Við höfum átt fullkomlega eðlilegt samtal, talað um fótbolta og hvað ég vill sjá frá honum,“ sagði Emery á blaðamannafundi.

„Ég tel að hans möguleikar séu enn miklir. Ég veil ekki fá að vita ástæðuna fyrir því að hann fór frá Manchester United. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér og ég ætla að hjálpa honum að komast aftur í gang,“ sagði Emery.

„Mín áskorun varðandi hann er risastór. Það er hans áskorun líka en þetta er allt mjög spennandi. Ég er mjög ánægður,“ sagði Emery.

Emery útilokaði ekki að fyrsti leikur Rashford gæti verið í bikarnum á móti Tottenham á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×