Innlent

Raf­magns­laust í þremur götum í Fellahverfi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Búist er við því að búið verði að laga bilun um klukkan 11.
Búist er við því að búið verði að laga bilun um klukkan 11. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er vegna bilunar í Asparfelli, Yrsufelli og Þórufelli. Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er unnið er að viðgerð. Fyrsta tilkynning um bilunina kom í nótt klukkan 02:36.

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu Veitna frá því um klukkan hálf fimm. 

Þá kom fram að búið væri að finna bilun og að búist væri við því að viðgerð yrði lokið um klukkan 11 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×