Býður sig fram til formanns Siðmenntar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 22:07 Arndís Anna var alþingismaður Pírata árin 2021 - 2024 Vísir/Vilhelm Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi. Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Arndís Anna var þingmaður Pírata árin 2021 - 2024, en gaf ekki kost á sér í alþingiskosningunum 30. nóvember síðastliðinn. Hún greindi frá framboðinu í færslu á Facebook. „Ég er 43 ára lögfræðingur, húmanisti og móðir. Ég hef verið virkur félagi í Siðmennt um árabil, flutti hugvekju við setningu Alþingis árið 2013 og hef verið félaginu innan handar og ljáð því þekkingu mína og rödd í gegnum árin, sem lögfræðingur og síðar sem alþingismaður.“ Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Á heimasíðu þeirra segir að siðrænir húmanistar leggi áherslu á siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Framboð mennsku og mannréttinda Hún segir að hvatinn að framboðinu sé fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að hennar mati kalli á styrkari samstöðu þeirra sem trúa á manneskjuna og hið mennska. Þeirra sem hafi húmaníska hugsjón. „Ég er lögfræðingur að mennt, sérhæfð í mannréttindum og með hálfkláraða doktorsgráðu í trúfrelsi sérstaklega. Fyrri meistararitgerðin mín var á sviði réttarheimspeki en sú síðari á sviði mannréttinda og fjallaði um trúfrelsi í Evrópu,“ segir Arndís. Núverandi formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en hún tilkynnti um það í síðustu viku að hún hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Arndís Anna og Svanur Sigurbjörnsson læknir hafa bæði lýst yfir framboði til formanns, en Svanur greindi frá framboði sínu í lokuðum hópi Siðmenntar. Arndís Anna segist í samtali við fréttastofu ekki vita af fleiri frambjóðendum. Atkvæðagreiðslan fari fram á aðalfundi Siðmenntar 1. mars næstkomandi.
Trúmál Félagasamtök Píratar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira