Þór/KA skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fjögur í seinni hálfleik. Karen María Sigurgeirsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sonja Björg Sigurðarsdóttur settu fyrstu þrjú mörkin. Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen gerðu síðan báðar þrennur.
Þór/KA fer þar með í efsta sæti riðils 1 í Lengjubikar kvenna. Með jafnmörg stig en stærri sigra en Þróttur (1-7 gegn Fylki) og Valur (6-0 gegn Fram).
Leikur Njarðvíkur og KA fór fram í Nettóhöllinni í Keflavík. Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði eina markið á 71. mínútu
KA er komið með fjögur stig eftir 1-1 jafntefli gegn Völsung í fyrstu umferð, og er í öðru sæti á eftir Fram sem hefur unnið báða sína leiki. Njarðvík er stigalaust en hefur aðeins leikið einn leik, líkt og Fylkir sem er með eitt stig, jafn mikið og Breiðablik.