Sport

Gefa krökkunum frí í skólanum til að fagna Eagles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Krakkarnir í Philadelphiu eru örugglega himinlifandi með að fá frí í skólnum til að fagna árangri Eagles.
Krakkarnir í Philadelphiu eru örugglega himinlifandi með að fá frí í skólnum til að fagna árangri Eagles. Getty/Brett Carlsen

Það er mikil gleði i Philadelphia borg og nærsveitum eftir sigur Philadelphia Eagles í Super Bowl á sunnudaginn.

Eagles er NFL meistari í annað annað skiptið í sögunni en liðið vann sannfærandi stórsigur á fráfarandi meisturum í Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina.

Mikið gekk á á götum borgarinnar nóttina eftir sigur liðsins en á föstudaginn er búið að plana annað partý.

Leikmenn og starfsmenn Eagles liðsins munu þá fara í sigurskrúðgöngu um borgina til að fagna titlinum með stuðningsmönnum sínum.

Það er von á miklum áhuga á skrúðgöngunni og skólarnir í Philadelphia borg ætla ekki að standa í vegi fyrir að krakkarnir geti fjölmennt á gleðina.

Almenningsskólarnir í Philadelphia munu nefnilega loka dyrunum og gefa krökkunum frí til að fara á sigurskrúðgöngu Eagles. Það má því búast við mörgum glöðum krökkum þegar hetjurnar mæta með bikarinn í miðbæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×