Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:30 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands hittast á ný í Karphúsinu á morgun. Vísir Samninganefnd Kennarasambands Íslands fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd sveitarfélaga hefur ekki verið boðuð á sama fund. Formaður samningsnefndar sveitarfélaga segir enn eigi eftir að semja um nokkur atriði en vonar að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara til fundar eftir hádegi í morgun. Félagsdómur dæmdi verkföll í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum ólögmæt á sunnudag. Á þeim forsendum að þau tækju ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá sama sveitarfélagi. Vilja að samkomulag frá 2016 verði virt Fram hefur komið að kennarar vilja jafna laun milli hins almenna og opinberra vinnumarkaðar. Vísað hefur til samkomulags sem gert var við ríkið árið 2016 um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þær miðuðu að því að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Þar kom jafnframt fram að unnið yrði markvisst að því að jafna kjör launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði eins og kostur væri. Kennarar segja að þetta samkomulag hafi ekki verið virt. Úr samkomulagi sem gert var við kennara árið 2016.Vísir Þurfi að leysa nokkur atriði Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga vonar að ekki komi til frekari verkfalla hjá kennurum. „Það er mikið áhyggjuefni að þau grípi til aðgerða að nýju og við höldum í vonina að við náum að semja,“ segir Inga. Hún segir að leysa þurfi nokkur atriði í kjaradeilunni áður en samningar náist. Aðspurð um hvort pólitík hafi haft afskipti af deilunni þegar kennarar héldu að þeir væru við það að skrifa undir kjarasamning svarar Inga: „Ég get ekki tjáð mig um neitt sem aðrir bera ábyrgð á. Við höfum reynt að standa okkar vakt og unnið okkar vinnu. Aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð.“ Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að samninganefnir kennara og sveitarfélaga hefðu verið boðaðar á fund en það er ekki rétt. Ríkissáttasemjari hefur aðeins boðað samninganefndir grunn- og leikskólakennara á sinn fund. Leiðrétt og uppfært klukkan 20:13 þann 12.2.2025.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira