Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld. Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes. Enski boltinn Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Sjá meira
Slot var einn af þeim sem fengu að líta rauða spjaldið eftir lætin sem urðu að loknu 2-2 jafntefli Everton og Liverpool, í síðasta grannaslagnum á Goodison Park. Upp úr sauð eftir að Abdoulaye Doucouré, leikmaður Everton, fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Liverpool og var Curtis Jones fyrstur á vettvang til að eiga við Doucouré. Báðir fengu þeir að líta rauða spjaldið. Slot fékk svo beint rautt spjald eftir að hafa tekið í hönd dómarans Michael Oliver og látið einhver orð falla. Röng frétt á heimasíðu deildarinnar Mannleg mistök eru sögð ástæða þess að á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar var í gær fullyrt að Slot væri kominn í tveggja leikja bann fyrir niðrandi ummæli í garð Olivers. Rautt spjald á knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni hefur nefnilega ekki sjálfkrafa í för með sér bann. Enska knattspyrnusambandið þarf fyrst að leggja fram kæru, í síðasta lagi á mánudaginn. Liverpool hefur svo þrjá virka daga til að bregðast við kærunni og knattspyrnusambandið þrjá daga til viðbótar til að taka sína ákvörðun. ESPN segir í sinni grein að því sé ljóst að nær öruggt sé að Slot stýri Liverpool gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa næsta miðvikudag. Jones verður aftur á móti sjálfkrafa í banni gegn Wolves, rétt eins og Doucouré gegn Crystal Palace á morgun. Myndi vilja hafa hagað sér öðruvísi Slot var fullur eftirsjár þegar hann ræddi um hegðun sína á blaðamannafundi í dag. „Núna er ákveðið ferli í gangi og ég verð að virða það. Tilfinningarnar tóku yfir hjá mér. Ef að ég gæti farið til baka og gert hlutina öðruvísi þá myndi ég svo sannarlega vilja það og vonandi geri ég þetta öðruvísi næst,“ sagði Slot. „Ég held að það sem gerðist hafi verið það að fimm mínútna uppbótartíminn varð að átta mínútum. Það gerðist margt. Ég hefði átt að haga mér öðruvísi eftir leikinn en það eru tilfinningar í þessari íþrótt og stundum taka menn rangar ákvarðanir. Það gerði ég svo sannarlega,“ sagði Slot. Moyes skilningsríkur Kollegi hans hjá Everton, David Moyes, sýndi hegðun Slot fullan skilning: „Þetta var tilfinningaríkt kvöld fyrir alla. Ég vorkenni aðeins Slot því svona er þetta. Þegar ég var ungur stjóri var ég alltaf að lenda í svona hitaaugnablikum. Þetta sýnir að honum er annt um félagið og að hann berst fyrir sína leikmenn,“ sagði Moyes.
Enski boltinn Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Sjá meira