Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2025 16:02 Sandra Snæbjörnsdóttir, aðalvísindamaður Carbfix, fagnar því að umhverfismat fyrir Coda Terminal liggi loks fyrir. Vísir/Stefán Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið. Skipulagsstofnun lagði til sautján skilyrði fyrir leyfisveitingu fyrir framkvæmdum við Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvísýring, sem Carbfix vill reisa í Straumsvík í Hafnarfirði, í áliti um umhverfismat sem var birt í dag. Hún telur ólíklegt að starfsemin hafi áhrif á jarðskjálftavirkni eða vatnsból sem hefur verið á meðal meginathugasemda andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Áfangaskipting, mótvægisaðgerðir og vöktun á áhrifum sé lykilatriði ef framkvæmdin verður að veruleika. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, líkir áliti Skipulagsstofnunar við að fá óháða aðila til þess að ritrýna vísindagrein og benda á það sem betur megi fara. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að stofnunin hafi fengið utanaðkomandi sérfræðinga í jarðvísindum til þess að rýna í þá þætti sem brunnu helst á almenningi sem vörðuðu grunnvatn og jarðskjálftavirkni. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðfræði, og Elías Rafn Heimisson, sérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun, veittu sérfræðiálit að beiðni Skipulagsstofnunar. „Það er bara virkilega dýrmætt fyrir trúverðugleika verkefnisins að fá þessa fagmenn, á meðal okkar fremstu vísindamanna, til þess að taka snúning á þeirri vinnu sem við höfum lagt fram og mikil viðurkenning fyrir þá vinnu sem sérfræðingar ÍSOR og hér innanhúss hafa lagt á vogarskálarnar, að fá í rauninni þennan gæðastimpil,“ segir hún. Sefi áhyggjur íbúa Hávær andstaða hefur verið við Coda-verkefnið hjá sumum Hafnfirðingum og hefur núverandi bæjarstjóri lýst því yfir að það fari í íbúakosningu áður en til hugsanlegra framkvæmda kemur. Sandra segist skilja að verkefni, sem sé það fyrsta sinnar tegundar, hljómi framandi og valdi íbúum áhyggjum. Erfitt sé fyrir Carbfix að sefa þær áhyggjur þar sem fyrirtækið geti ekki komið fram sem óháður aðili til þess að staðfesta fullyrðingar þess. „Nú erum við komin með þetta álit þriðja aðila. Það mun bæði hjálpa okkur og almenning að fá betri skilning á umfangi verkefnisins og áhrifum þess,“ segir Sandra um það hvort hún telji að álitið muni breyta afstöðu þeirra sem hafa mótmælt áformunum. Almennt séð feli álit Skipulagsstofnunar í sér að skerpt verði frekar á vöktunaráætlunum sem fyrirtækið lagði til. Það rými vel við áætlarnir Carbfix. Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið stefnir að því að opna förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum.Orkuveitan Niðurdæling Carbfix aldrei valdið jarðskjálftum Skipulagsstofnun sagði að forsenda leyfisveitinga fyrir Coda Terminal ætti að vera að íbúar í nágrenni framkvæmdasvæðisins yrðu ekki varir við jarðskjálfta sem mætti rekja til starfseminnar. Hún taldi þó allt benda til þess að óverulegur líkur væru á örvaðri jarðskjálftavirkni vegna Coda-stöðvarinnar. Það mat byggði annars vegar á frummati ÍSOR og sérfræðiáliti Elíasar Rafns hjá Jarðvísindastofnun. Sandra segir að í sérfræðiskýrslu sem Carbfix lét vinna í tengslum við umhverfismatið hafi komið fram að aldrei hafi orðið jarðskjálfti vegna niðurdælingar fyrirtækisins eða í borholum sem eru eins grunnar og þær sem verða notaðar fyrir Coda Terminal. Á því dýpi sé jarðskorpan ekki nógu þykk til þess að niðurdæling geti sett af stað skjálftavirkni. Carbfix lagði upp með að hafa einn jarðskjálftamæli í borholu en Skipulagsstofnun vill að þeir verði tveir. Sandra segir það koma verkefninu vel að bæta við mæli. „Þeir hjálpa okkur að staðsetja betur skjálfta. Þá er hægt að segja með fullri vissu að skjálftar tengist ekki okkar framkvæmd,“ segir hún. Tekið yrði á móti tankskipum með koltvísýring í höfninni í Straumsvík. Þaðan yrði koltvísýringurinn leiddur með leiðslu út í hraunið fyrir utan Hafnarfjörð þar sem honum yrði dælt niður og bundinn varanlega í jarðlög. Koltvísýringurinn á að koma frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar.Vísir/Vilhelm Snefilefni verði ekki endilega í straumi þótt þau megi vera það Snefilefni í uppleysta koltvísýringnum sem á að dæla niður í berglög hefur verið annað af helstu áhyggjuefnum Hafnfirðinga sem eru efins um Coda Terminal. Sandra segir að fyrir utan vatn séu þau helst efni úr andrúmsloftinu: súrefni, nitur og vetni. Í iðnaðarferlum þar sem notast er við jarðefni geti til dæmis verið þungmálmar í snefilmagni sem koma úr berggrunninum Hægt sé að hreina þá úr straumnum en aðrir bindist í karbónatsteindum djúpt í berglögum. Carbfix bíði leiðbeininga frá bæði Umhverfis- og orkustofnun og Evrópusambandinu um hvað megi vera í efnisstraumnum sem á að dæla niður. Snefilefni séu flókið umfjöllunarefni og hluti af öllu sem fólk komist í snertingu við dags daglega. Þannig bendir Sandra á að blásýra, olía og brennisteinn megi vera í snefilmagni í sódavatni sem er ætlað til neyslu. „En það er líka mikilvægt að hafa í huga að þó að eitthvað megi vera í straumnum þá þýðir það ekki að það verði í straumnum,“ segir hún. Valdimar Víðisson, núverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í fyrra að íbúakosning yrði haldin um Coda Terminal. Nú hægt að sækja um leyfi og þróa verkefnið áfram Nú þegar umhverfismatið liggur fyrir segir Sandra að næstu skref séu að halda áfram viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um framkvæmdina og leyfi fyrir henni. Það verði einnig nýtt til þess að gera enn betur fyrir aðrar förgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa í Þorlákshöfn og á Bakka. „Jákvætt umhverfismat er að sjálfsögðu forsenda þess að geta haldið áfram með vinnu að samningum. Það er líka forsenda þess að geta gefið út framkvæmdaleyfi til þess að við getum hafið framkvæmdir,“ segir Sandra. Á meðal þess sem þarf að semja um er aðgangur að lóðum fyrir starfsemina og hafnargjöld. „Það er margt sem hefur beðið þess að þessi niðurstaða lægi fyrir. Nú er hægt að fara sækja um leyfi, semja og þróa verkefnið og jafnframt nýta þessa reynslu áfram í frekari verkefnum,“ segir Sandra. Coda Terminal Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Viðskipti innlent Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Viðskipti erlent Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Fleiri fréttir Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Sjá meira
Skipulagsstofnun lagði til sautján skilyrði fyrir leyfisveitingu fyrir framkvæmdum við Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvísýring, sem Carbfix vill reisa í Straumsvík í Hafnarfirði, í áliti um umhverfismat sem var birt í dag. Hún telur ólíklegt að starfsemin hafi áhrif á jarðskjálftavirkni eða vatnsból sem hefur verið á meðal meginathugasemda andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Áfangaskipting, mótvægisaðgerðir og vöktun á áhrifum sé lykilatriði ef framkvæmdin verður að veruleika. Sandra Snæbjörnsdóttir, yfirvísindakona Carbfix, líkir áliti Skipulagsstofnunar við að fá óháða aðila til þess að ritrýna vísindagrein og benda á það sem betur megi fara. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að stofnunin hafi fengið utanaðkomandi sérfræðinga í jarðvísindum til þess að rýna í þá þætti sem brunnu helst á almenningi sem vörðuðu grunnvatn og jarðskjálftavirkni. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðfræði, og Elías Rafn Heimisson, sérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun, veittu sérfræðiálit að beiðni Skipulagsstofnunar. „Það er bara virkilega dýrmætt fyrir trúverðugleika verkefnisins að fá þessa fagmenn, á meðal okkar fremstu vísindamanna, til þess að taka snúning á þeirri vinnu sem við höfum lagt fram og mikil viðurkenning fyrir þá vinnu sem sérfræðingar ÍSOR og hér innanhúss hafa lagt á vogarskálarnar, að fá í rauninni þennan gæðastimpil,“ segir hún. Sefi áhyggjur íbúa Hávær andstaða hefur verið við Coda-verkefnið hjá sumum Hafnfirðingum og hefur núverandi bæjarstjóri lýst því yfir að það fari í íbúakosningu áður en til hugsanlegra framkvæmda kemur. Sandra segist skilja að verkefni, sem sé það fyrsta sinnar tegundar, hljómi framandi og valdi íbúum áhyggjum. Erfitt sé fyrir Carbfix að sefa þær áhyggjur þar sem fyrirtækið geti ekki komið fram sem óháður aðili til þess að staðfesta fullyrðingar þess. „Nú erum við komin með þetta álit þriðja aðila. Það mun bæði hjálpa okkur og almenning að fá betri skilning á umfangi verkefnisins og áhrifum þess,“ segir Sandra um það hvort hún telji að álitið muni breyta afstöðu þeirra sem hafa mótmælt áformunum. Almennt séð feli álit Skipulagsstofnunar í sér að skerpt verði frekar á vöktunaráætlunum sem fyrirtækið lagði til. Það rými vel við áætlarnir Carbfix. Carbfix hefur þróað tækni til þess að dæla koltvísýringi niður í jörðina í borholum eins og þessari. Þar binst hann bergi varanlega. Fyrirtækið stefnir að því að opna förgunarstöð fyrir koltvísýring sem yrði fluttir til landsins í Straumsvík á næstu árum.Orkuveitan Niðurdæling Carbfix aldrei valdið jarðskjálftum Skipulagsstofnun sagði að forsenda leyfisveitinga fyrir Coda Terminal ætti að vera að íbúar í nágrenni framkvæmdasvæðisins yrðu ekki varir við jarðskjálfta sem mætti rekja til starfseminnar. Hún taldi þó allt benda til þess að óverulegur líkur væru á örvaðri jarðskjálftavirkni vegna Coda-stöðvarinnar. Það mat byggði annars vegar á frummati ÍSOR og sérfræðiáliti Elíasar Rafns hjá Jarðvísindastofnun. Sandra segir að í sérfræðiskýrslu sem Carbfix lét vinna í tengslum við umhverfismatið hafi komið fram að aldrei hafi orðið jarðskjálfti vegna niðurdælingar fyrirtækisins eða í borholum sem eru eins grunnar og þær sem verða notaðar fyrir Coda Terminal. Á því dýpi sé jarðskorpan ekki nógu þykk til þess að niðurdæling geti sett af stað skjálftavirkni. Carbfix lagði upp með að hafa einn jarðskjálftamæli í borholu en Skipulagsstofnun vill að þeir verði tveir. Sandra segir það koma verkefninu vel að bæta við mæli. „Þeir hjálpa okkur að staðsetja betur skjálfta. Þá er hægt að segja með fullri vissu að skjálftar tengist ekki okkar framkvæmd,“ segir hún. Tekið yrði á móti tankskipum með koltvísýring í höfninni í Straumsvík. Þaðan yrði koltvísýringurinn leiddur með leiðslu út í hraunið fyrir utan Hafnarfjörð þar sem honum yrði dælt niður og bundinn varanlega í jarðlög. Koltvísýringurinn á að koma frá iðnaðarferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegundarinnar.Vísir/Vilhelm Snefilefni verði ekki endilega í straumi þótt þau megi vera það Snefilefni í uppleysta koltvísýringnum sem á að dæla niður í berglög hefur verið annað af helstu áhyggjuefnum Hafnfirðinga sem eru efins um Coda Terminal. Sandra segir að fyrir utan vatn séu þau helst efni úr andrúmsloftinu: súrefni, nitur og vetni. Í iðnaðarferlum þar sem notast er við jarðefni geti til dæmis verið þungmálmar í snefilmagni sem koma úr berggrunninum Hægt sé að hreina þá úr straumnum en aðrir bindist í karbónatsteindum djúpt í berglögum. Carbfix bíði leiðbeininga frá bæði Umhverfis- og orkustofnun og Evrópusambandinu um hvað megi vera í efnisstraumnum sem á að dæla niður. Snefilefni séu flókið umfjöllunarefni og hluti af öllu sem fólk komist í snertingu við dags daglega. Þannig bendir Sandra á að blásýra, olía og brennisteinn megi vera í snefilmagni í sódavatni sem er ætlað til neyslu. „En það er líka mikilvægt að hafa í huga að þó að eitthvað megi vera í straumnum þá þýðir það ekki að það verði í straumnum,“ segir hún. Valdimar Víðisson, núverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, sagði í fyrra að íbúakosning yrði haldin um Coda Terminal. Nú hægt að sækja um leyfi og þróa verkefnið áfram Nú þegar umhverfismatið liggur fyrir segir Sandra að næstu skref séu að halda áfram viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um framkvæmdina og leyfi fyrir henni. Það verði einnig nýtt til þess að gera enn betur fyrir aðrar förgunarstöðvar sem fyrirtækið vill reisa í Þorlákshöfn og á Bakka. „Jákvætt umhverfismat er að sjálfsögðu forsenda þess að geta haldið áfram með vinnu að samningum. Það er líka forsenda þess að geta gefið út framkvæmdaleyfi til þess að við getum hafið framkvæmdir,“ segir Sandra. Á meðal þess sem þarf að semja um er aðgangur að lóðum fyrir starfsemina og hafnargjöld. „Það er margt sem hefur beðið þess að þessi niðurstaða lægi fyrir. Nú er hægt að fara sækja um leyfi, semja og þróa verkefnið og jafnframt nýta þessa reynslu áfram í frekari verkefnum,“ segir Sandra.
Coda Terminal Hafnarfjörður Skipulag Stjórnsýsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Viðskipti innlent Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Viðskipti erlent Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Fleiri fréttir Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Sjá meira