Merino sá um að setja pressu á Liverpool

Sindri Sverrisson skrifar
Mikel Merino fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir gegn Leicester í dag.
Mikel Merino fagnar eftir að hafa komið Arsenal yfir gegn Leicester í dag. getty/Shaun Botterill

Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Arsenal er án margra sóknarmanna vegna meiðsla en Kai Havertz, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus eru allir frá keppni.

Það var því lítið um öfluga, sóknarþenkjandi leikmenn til taks á varamannabekknum í dag þegar Mikel Arteta vildi breyta til, eftir að erfiðlega gekk að brjóta ísinn.

Arsenal hafði þó verið sterkari aðilinn og Ethan Nwaneri var sérstaklega líflegur. Hann átti skot bæði í þverslána og stöngina en staðan var þó enn markalaus þegar tíu mínútur voru eftir.

Þá átti Nwaneri hins vegar frábæra fyrirgjöf á Merino sem skallaði í netið. Spánverjinn bætti svo við seinna marki sínu eftir góða sendingu frá Leandro Trossard, úr skyndisókn.

Arsenal er núna aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool sem þó á leik sinn við Wolves á morgun til góða. Leicester er í fallsæti með 17 stig eftir 25 leiki, tveimur stigum á eftir Wolves.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira