Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Hákon Atli Bjarkason hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi og segir þetta vera með því skemmtilegra sem hann gerir. Vísir/Ívar Fannar Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan. Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira