„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. febrúar 2025 19:21 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Vísir/Sigurjón Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira