„Erum ekkert að fara slaka á“ Stefán Marteinn skrifar 16. febrúar 2025 21:55 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum. Vísir/Diego Haukar gerðu sér góða ferð suður með sjó þar sem þær mættu Keflavík í Blue höllinni í kvöld þegar Bónus deild kvenna fór aftur af stað. Haukar voru fyrir leikinn á toppi deildarinnar og gátu með sigri styrkt stöðu sína þar. Eftir mikinn baráttu leik sem varð mun meiri spenna í lokin stóðu Haukar uppi sem sigurvegarar með einu stigi 96-97. „Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja. Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Við gerðum þetta helvíti spennandi þarna í endan. Við vorum að tapa boltanum og þær voru auðvitað ekkert að gefast upp, þetta er eitt besta lið landsins og þær settu mikla pressu á okkur. Við fórum svolítið til baka en ég er ótrúlega ánægður með að við unnum þetta,“ sagði Emil Barja þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar voru heilt yfir betri aðilinn í kvöld og leiddu leikinn nokkuð þægilega fyrstu þrjá leikhluta en hleyptu leiknum svo upp í fjórða. „Þessi pressa sem þær settu á okkur. Þær fóru nær og þær fóru að slá yfir okkur og við urðum ótrúlega pirraðar að fá ekki villu, urðum eldrauðar úr reiði hérna og pirringur sem myndast. Þá fer smá „panic“ í gang en ég er samt ótrúlega ánægður með að við áttum fullt af stórum skotum og við kláruðum þetta og Lore virkilega góð þarna í endan á fjórða sem svona kannski klárar þetta fyrir okkur,“ sagði Emil. Haukar voru með frábæra skotnýtingu í kvöld sem lagði grunninn af góðum sigri í kvöld. Þær voru að skjóta 48% fyrir aftan þriggja stiga línuna. „Við erum með frábæra skotnýtingu. Við erum að láta boltann ganga mjög vel og erum að finna opin skot. Við erum að hlaupa kerfin vel og búa til fullt af opnum skotum og ef við erum að skora úr þessum opnu skotum þá er mjög erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil. Haukar bjó sér til fínt andrými á toppi deildarinnar en þær eru tveim sigrum frá næsta liði eftir úrslit kvöldins. „Ótrúlega mikilvægt. Við erum ekkert að fara slaka á og erum ekkert að horfa á töfluna akkúrat núna. Það eru nokkrir leikir eftir og markmiðið er að verða deildarmeistarar, það er okkar fyrsta markmið. Það er bara einn leikur í einu og við eigum Tindastól í næsta leik heima og við þurfum bara að fara undirbúa okkur strax fyrir þann leik,“ Frábær sigur hjá Haukum í kvöld og þær geta tekið ýmislegt gott með sér úr þessum leik inn í næstu verkefni. „Breiddin sem við höfum plús Diamond Battles sem var ekki með okkur líka. Ég var ótrúlega ánægður með stelpurnar sem komu af bekknum og hvernig þær eru að koma inn. Þær eru að styrkja okkur. Það sem ég tek úr úr þessu er að við erum með hörku lið og fullt af góðum leikmönnum, bætum við einum öðrum leikmanni [Diamond Battles sem var ekki með í kvöld] og þá held ég að það verði erfitt að stoppa okkur,“ sagði Emil Barja.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit