Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 08:32 Mikel Merino fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Arsenal á móti Leicester City um helgina. Til vinstri er eiginkona hans Lola Liberal. Getty/Shaun Botterill/Jean Catuffe Liðsfélagar og stuðningsmenn Arsenal voru mjög ánægðir með Mikel Merino um helgina en hefur eiginkona hans sömu sögu að segja? Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Fullkomið kvöld“ Fótbolti Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sport „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Sport PSV áfram á kostnað Juventus Fótbolti PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Fótbolti Haukar halda sér í toppbaráttunni Handbolti „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Íslenski boltinn Mbappé magnaður og meistararnir áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
Merino hafði komið Arsenal til bjargar og haldið lífi í titilvonum félagsins. Staðan var 0-0 í leik Leicester City og Arsenela þegar Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, sendi nafna sinn og landa inn á völlinn á 69. mínútu. Það er mikið framherjahallæri hjá Arsenal liðinu enda margir sóknarmenn félagsins meiddir. Mikel Merino spilaði því framar á vellinum en hann er kannski vanur. Hann var fljótur að launa Arteta traustið. Fyrst skoraði hann á 81. mínútu og sex mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Mikel Merino með eiginkonu sinni Lolu Liberal eftir leik með spænska landsliðinu.Getty/Jean Catuffe Hann skoraði þarna jafnmörg mörk á rúmum tuttugu mínútu og hann hafði gert í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Allir hjá Arsenal voru því í skýjunum með Spánverjann eftir leik en hann sjálfur viðurkenndi stór mistök í viðtölum eftir leik. „Ég gleymdi að gefa eiginkonunni gjöf á Valentínusardaginn og ég ætla því að tileinka henni þessa tvennu,“ sagði hinn 28 ára gamli Merino eftir leikinn. Eiginkona Merino er fyrirsætan Lola Liberal. Þau hafa bara verið gift síðan í júní í fyrra og þetta var því fyrsti Valentínusardagur þeirra sem hjón. Hvort hún sætti sig við það að mörkin séu nógu góð gjöf á degi sem þessum er ekki vitað. Það er hins vegar öruggt að það er mun léttara yfir Merino núna eftir að hafa fengið talsverða gagnrýni síðan Arsenal keypti hann frá Real Sociedad í ágúst i fyrra. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Fullkomið kvöld“ Fótbolti Sjö kærðir vegna ítrekaðra innbrota hjá íþróttastjörnum Sport „Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Sport PSV áfram á kostnað Juventus Fótbolti PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Fótbolti Haukar halda sér í toppbaráttunni Handbolti „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Íslenski boltinn Mbappé magnaður og meistararnir áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira