Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Svana Helen segir vilja fyrir því að skipuleggja verkefni betur svo færri þeirra fari fram úr áætlun í kostnaði. Bylgjan Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. „Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“ Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
„Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“
Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira