Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 12:42 Athafnasvæði Rastar á bryggjunni í Hvalfirði þar sem dælibúnaður verður settur upp tímabundið. Hann á að fjarlægja að tilrauninni lokinni sem á að standa yfir í mesta lagi fjóra daga. Röst Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni. Rannsóknarfélagið Röst hefur sótt um leyfi til þess að dæla basískri lausn, útþynntum vítissóda eða natríumhýdroxíðs, út í Hvalfjörð í nokkra daga í sumar. Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hvort að hægt sé að binda koltvísýring úr andrúmslofti jarðar í sjó án þess að hækka sýrustig sjávar. Losun manna á gróðurhúsalofttegundinni veldur nú súrnun sjávar sem takmarkar getu hafsins til þess að taka við meiri koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Íbúar og hagsmunaaðilar við fjörðinn hafa lýst yfir áhyggjum af hvaða áhrif tilraunin geti haft á umhverfi hans og lífríki. Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sendi meðal annars inn harðorða umsögn þar sem það hótaði því að krefjast lögbanns og ógildingar, og jafnvel leita skaðabóta, ef leyfi yrði veitt fyrir tilrauninni, að því er kom fram í frétt Ríkisútvarpsins um helgina. Hafrannsóknastofnun mælir hins vegar með að umsókn Rastar verði samþykkt. Rannsóknin sé ítarleg og vel hönnuð og geti skapað verðmæta þekkingu á virkni og áhrifum þess að bæta basa í sjó. Búast megi við að áhrif á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð, tímabundin og staðbundin. Ostrur helst viðkvæmar fyrir breytingum á sýrustigi Veiti utanríkisráðuneytið, sem fer með leyfisveitingar vegna rannsókna í sjó, leyfið hyggjast vísindamenn Rastar losa um 200.000 lítra af 4,5 prósent natríumhýdroxíð lausn út í sjóinn í norðausturhluta Hvalfjarðar frá bryggju Olíudreifingar við Miðsand. Heildarmagn vítissódans yrði að hámarki 30.000 lítrar. Í umsögn Hafró sem Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, skrifar undir, er bent á að útþynntur vítissódi geti haft skaðleg áhrif á lífríki sem sé misjafnlega viðkvæmt fyrir breytingum á sýrustigi. Því sé mikilvægt að ákvörðun um að nota efnið byggi á áhættu fyrir vistkerfið. Viðkvæmni lífríkisins á tilraunasvæðinu í Hvalfirði hefur ekki verið prófuð en Hafrannsóknastofnun segir að almennt skorti þekkingu á vistkerfi fjarðarins. Þær erlendu mælingar sem Röst lagði til grundvallar umsóknar sinnar bendi til þess að ostrur séu viðkvæmastar fyrir hækkun á sýrustig en að fiskar, krabbadýr og þörungar hafi sýnt talsvert meira þol fyrir áhrifum basans. Búst megi við einhverjum neikvæðum áhrifum af losun basalausnarinnar við og í grennd við losunarstaðinn, til dæmis á lirfur og krabbadýr en áhrifin yrðu staðbundin þar. „Þegar horft er til styrks [natríumhýdroxíðs] lausnar, stærð áhrifasvæðis, og fyrirliggjandi þekking[ar] á viðkvæmni lífríkis gagnvart breytingum á sýrustigi (pH) eða styrk[s] [natríumhýdroxíðs] má telja að áhætta sem felst í framkvæmd þessara rannsókna fyrir sjávarlífverur og vistkerfi sé lítil,“ segir í umsögn Hafró. Tilraun Rastar verður gerð við austurhluta bryggju Olíudreifingar innarlega í Hvalfirði.Röst Hjálpar til við upplýstar ákvarðanir um aðra starfsemi og framkvæmdir Á meðal þess sem gagnrýnendur tilraunarinnar hafa sett út á er að Hafrannsóknastofnun hafi fengið greitt frá Röst til þess að gera rannsóknir á grunnástandi sjávar í Hvalfirði. Þá situr starfsmaður Hafró í ráðgjafaráði Rastar sem innlendir og erlendir fræðimenn eiga einnig sæti í en hann er ekki sagður hafa tekið þátt í gerð umsagnarinnar. Hafró segir í umsögn sinni að stofnunin hafi metið það svo að sú þekking sem skapaðist í slíkum grunnrannsóknaverkefnum nýttist henni og öðrum við að meta áhrif ýmiss konar starfsemi og framkvæmda í firðinum. Almennt vanti þekkingu á vistkerfi Hvalfjarðar en mikill áhugi sé að því að nýta hann til margskonar starfsemi. „Gögnin geta þannig bætt ráðgjöf stofnunarinnar sem miðar að því að teknar séu upplýstar ákvarðanir um starfsemi og framkvæmdir með það að markmiði að nýting sé sjálfbær,“ segir í umsögninni. Ekki verið sýnt fram á virknina til kolefnisförgunar ennþá Leitaði Hafró sérfræðiálits Helen Findley, prófessors við Sjávarrannsóknastofnunina í Plymouth á Englandi, sem hefur ekki tengsl við rannsóknina. Hún er sögð sérfróð um áhrif súrnunar sjávar og annarra umhverfisbreytinga á lífríki. Hafró byggði umsögn sína að hluta á áliti Findley. Findley mat vísindalegt gildi rannsóknar Rastar hátt. Til þess að sýna fram á að sú kolefnisbindingaraðferð sem Röst vill rannsaka virki og tryggja að hún hafi engin eða takmörkuð neikvæð umhverfisáhrif þurfi að gera tilraunir á vettvangi. Þá taldi hún að tilraunin sjálf veitti dýrmætar upplýsingar um hugsanleg langtímaáhrif þess að bæta basa í sjó. Þó væru engar vísbendingar um að skammtímatilraunin sem ætti að gera í Hvalfirði leiddi til langtímabreytinga á vistkerfinu. Hafró taldi að engin aðferði til að fanga eða farga kolefni í sjó væri nægilega vel þekkt hvað varðaði virkni eða umhverfisáhrif til þess að hægt væri að réttlæta nýtingu hennar á stórum eða smáum skala. Mikil óvissa væri um hvort slíkar aðferðir virkuðu og hver umhverfisáhrif þeirra gætu verið. Mikilvægt væri að gera öflugar og vel hannaðar rannsóknir á slíkum aðferðum áður en ákveðið væri að beita þeim. Framkvæmdastjóri Rastar hefur sagt að reynist aðferðin virka verði henni ekki beitt í Hvalfirði heldur á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa. Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Loftslagsmál Hafið Umhverfismál Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Rannsóknarfélagið Röst hefur sótt um leyfi til þess að dæla basískri lausn, útþynntum vítissóda eða natríumhýdroxíðs, út í Hvalfjörð í nokkra daga í sumar. Tilgangur tilraunarinnar er að kanna hvort að hægt sé að binda koltvísýring úr andrúmslofti jarðar í sjó án þess að hækka sýrustig sjávar. Losun manna á gróðurhúsalofttegundinni veldur nú súrnun sjávar sem takmarkar getu hafsins til þess að taka við meiri koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Íbúar og hagsmunaaðilar við fjörðinn hafa lýst yfir áhyggjum af hvaða áhrif tilraunin geti haft á umhverfi hans og lífríki. Hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. sendi meðal annars inn harðorða umsögn þar sem það hótaði því að krefjast lögbanns og ógildingar, og jafnvel leita skaðabóta, ef leyfi yrði veitt fyrir tilrauninni, að því er kom fram í frétt Ríkisútvarpsins um helgina. Hafrannsóknastofnun mælir hins vegar með að umsókn Rastar verði samþykkt. Rannsóknin sé ítarleg og vel hönnuð og geti skapað verðmæta þekkingu á virkni og áhrifum þess að bæta basa í sjó. Búast megi við að áhrif á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð, tímabundin og staðbundin. Ostrur helst viðkvæmar fyrir breytingum á sýrustigi Veiti utanríkisráðuneytið, sem fer með leyfisveitingar vegna rannsókna í sjó, leyfið hyggjast vísindamenn Rastar losa um 200.000 lítra af 4,5 prósent natríumhýdroxíð lausn út í sjóinn í norðausturhluta Hvalfjarðar frá bryggju Olíudreifingar við Miðsand. Heildarmagn vítissódans yrði að hámarki 30.000 lítrar. Í umsögn Hafró sem Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, skrifar undir, er bent á að útþynntur vítissódi geti haft skaðleg áhrif á lífríki sem sé misjafnlega viðkvæmt fyrir breytingum á sýrustigi. Því sé mikilvægt að ákvörðun um að nota efnið byggi á áhættu fyrir vistkerfið. Viðkvæmni lífríkisins á tilraunasvæðinu í Hvalfirði hefur ekki verið prófuð en Hafrannsóknastofnun segir að almennt skorti þekkingu á vistkerfi fjarðarins. Þær erlendu mælingar sem Röst lagði til grundvallar umsóknar sinnar bendi til þess að ostrur séu viðkvæmastar fyrir hækkun á sýrustig en að fiskar, krabbadýr og þörungar hafi sýnt talsvert meira þol fyrir áhrifum basans. Búst megi við einhverjum neikvæðum áhrifum af losun basalausnarinnar við og í grennd við losunarstaðinn, til dæmis á lirfur og krabbadýr en áhrifin yrðu staðbundin þar. „Þegar horft er til styrks [natríumhýdroxíðs] lausnar, stærð áhrifasvæðis, og fyrirliggjandi þekking[ar] á viðkvæmni lífríkis gagnvart breytingum á sýrustigi (pH) eða styrk[s] [natríumhýdroxíðs] má telja að áhætta sem felst í framkvæmd þessara rannsókna fyrir sjávarlífverur og vistkerfi sé lítil,“ segir í umsögn Hafró. Tilraun Rastar verður gerð við austurhluta bryggju Olíudreifingar innarlega í Hvalfirði.Röst Hjálpar til við upplýstar ákvarðanir um aðra starfsemi og framkvæmdir Á meðal þess sem gagnrýnendur tilraunarinnar hafa sett út á er að Hafrannsóknastofnun hafi fengið greitt frá Röst til þess að gera rannsóknir á grunnástandi sjávar í Hvalfirði. Þá situr starfsmaður Hafró í ráðgjafaráði Rastar sem innlendir og erlendir fræðimenn eiga einnig sæti í en hann er ekki sagður hafa tekið þátt í gerð umsagnarinnar. Hafró segir í umsögn sinni að stofnunin hafi metið það svo að sú þekking sem skapaðist í slíkum grunnrannsóknaverkefnum nýttist henni og öðrum við að meta áhrif ýmiss konar starfsemi og framkvæmda í firðinum. Almennt vanti þekkingu á vistkerfi Hvalfjarðar en mikill áhugi sé að því að nýta hann til margskonar starfsemi. „Gögnin geta þannig bætt ráðgjöf stofnunarinnar sem miðar að því að teknar séu upplýstar ákvarðanir um starfsemi og framkvæmdir með það að markmiði að nýting sé sjálfbær,“ segir í umsögninni. Ekki verið sýnt fram á virknina til kolefnisförgunar ennþá Leitaði Hafró sérfræðiálits Helen Findley, prófessors við Sjávarrannsóknastofnunina í Plymouth á Englandi, sem hefur ekki tengsl við rannsóknina. Hún er sögð sérfróð um áhrif súrnunar sjávar og annarra umhverfisbreytinga á lífríki. Hafró byggði umsögn sína að hluta á áliti Findley. Findley mat vísindalegt gildi rannsóknar Rastar hátt. Til þess að sýna fram á að sú kolefnisbindingaraðferð sem Röst vill rannsaka virki og tryggja að hún hafi engin eða takmörkuð neikvæð umhverfisáhrif þurfi að gera tilraunir á vettvangi. Þá taldi hún að tilraunin sjálf veitti dýrmætar upplýsingar um hugsanleg langtímaáhrif þess að bæta basa í sjó. Þó væru engar vísbendingar um að skammtímatilraunin sem ætti að gera í Hvalfirði leiddi til langtímabreytinga á vistkerfinu. Hafró taldi að engin aðferði til að fanga eða farga kolefni í sjó væri nægilega vel þekkt hvað varðaði virkni eða umhverfisáhrif til þess að hægt væri að réttlæta nýtingu hennar á stórum eða smáum skala. Mikil óvissa væri um hvort slíkar aðferðir virkuðu og hver umhverfisáhrif þeirra gætu verið. Mikilvægt væri að gera öflugar og vel hannaðar rannsóknir á slíkum aðferðum áður en ákveðið væri að beita þeim. Framkvæmdastjóri Rastar hefur sagt að reynist aðferðin virka verði henni ekki beitt í Hvalfirði heldur á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa.
Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Loftslagsmál Hafið Umhverfismál Vísindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira