Enski boltinn

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn Arsenal létu Michael Oliver heyra það.
Leikmenn Arsenal létu Michael Oliver heyra það. Catherine Ivill - AMA/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

Enska knattspyrnusambandið ákærði Arsenal fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum, sem veittust að dómaranum Michael Oliver. 

Arsenal gekkst við brotinu og samþykkti sektina áður en málið fór fyrir dómstóla.

Lewis-Skelly skildi ekkert í rauða spjaldinu.Mike Egerton/PA Images via Getty Images

Atvikið átti sér stað á 43. mínútu leiksins, Úlfarnir voru þá að bruna upp í skyndisókn sem Lewis-Skelly stöðvaði. Hann fékk beint rautt spjald og ákvörðunin var staðfest af myndbandsdómara.

Arsenal áfrýjaði spjaldinu hins vegar og fékk það fellt niður. Lewis-Skelly þurfti því ekki að sæta leikbanni.

Dómarinn Michael Oliver dæmdi líka leik strax helgina eftir, þrátt fyrir að hafa fengið morðhótanir eftir mistökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×