Ekkert annað húsnæði komi til greina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir ekkert annað húsnæði koma til greina. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“ Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi Sjá meira
Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Traustið við frostmark Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi Sjá meira