Íslenski boltinn

Valur sam­þykkti til­boð í Gylfa

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Val og velur nú milli Víkings og Breiðabliks.
Gylfi Þór Sigurðsson er á förum frá Val og velur nú milli Víkings og Breiðabliks. vísir/Sigurjón

Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans.

Þetta herma heimildir Vísis. Valur hafi í gærkvöld samþykkt tilboð beggja liða í Gylfa og honum sé nú heimilt að ræða við bæði lið um kaup og kjör. Forráðamenn Vals vildu ekki tjá sig um málið í morgunsárið þegar eftir því var leitað.

Allskyns orðrómar hafa verið á kreiki síðustu daga og Gylfi sagður vilja breyta til. Valsmenn hafa hafnað þeim orðrómum út á við en nú virðist sem Gylfi hafi fengið sínu framgengt og sé á förum. Hann þurfi nú að velja milli Íslandsmeistara Breiðabliks og silfurliðs Víkings.

Gylfi skoraði ellefu mörk í 19 leikjum með Valsmönnum í Bestu deild karla í fyrra. Tímabil Vals þótti vonbrigði, Arnari Grétarssyni var sagt upp á miðri leiktíð og tók Srdjan Tufedgzic við. Valur hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×