Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2025 13:02 Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi Manchester United við eftir að hann tók við liðinu. getty/Joe Prior Manchester United hefur aðeins unnið fjóra af fjórtán deildarleikjum undir stjórn Rubens Amorim og Gary Neville, fyrrverandi leikmaður liðsins, segir að stuðningsmenn Rauðu djöflana gætu þurft að sýna þolinmæði. United tapaði 1-0 fyrir Tottenham á sunnudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gengi United hefur ekki lagast eftir að Amorim tók við af Erik ten Tag, heldur versnað, og Neville segir að stór hluti leikmannahóp liðsins henti ekki leikkerfi Portúgalans. Og það muni taka tíma að laga það. „Hversu fljótt getur Amorim fengið ekki bara góða leikmenn heldur leikmenn sem passa inn í þetta kerfi,“ sagði Neville en Amorim kýs að nota leikkerfið 3-4-3. „Þetta er sérstakt kerfi, 3-4-3. Þú þarft að finna tvo miðjumenn sem geta spilað saman og eru með mikla yfirferð. Þú þarft þrjá miðverði og þeir tveir ytri þurfa að geta spilað í bakvarðastöðunum þegar kantbakverðirnir fara fram. Þú þarft sérhæfða leikmenn í liðið. Þetta er ekki eins og önnur kerfi,“ sagði Neville og bætti við að Amorim þyrfti að lágmarki 2-3 félagaskiptaglugga til að finna réttu mennina fyrir kerfið sitt. Neville segir að fjárhagsstaða United flæki málin en félagið hefur tapað miklum fjármunum á síðustu árum og Sir Jim Ratcliffe, sem á fjórðungshlut í félaginu, hefur ráðist í nokkuð grimman niðurskurð hjá því. United hefur einungis fengið fjórtán stig í fyrstu fjórtán deildarleikjunum undir stjórn Amorims en er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar og í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
United tapaði 1-0 fyrir Tottenham á sunnudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Gengi United hefur ekki lagast eftir að Amorim tók við af Erik ten Tag, heldur versnað, og Neville segir að stór hluti leikmannahóp liðsins henti ekki leikkerfi Portúgalans. Og það muni taka tíma að laga það. „Hversu fljótt getur Amorim fengið ekki bara góða leikmenn heldur leikmenn sem passa inn í þetta kerfi,“ sagði Neville en Amorim kýs að nota leikkerfið 3-4-3. „Þetta er sérstakt kerfi, 3-4-3. Þú þarft að finna tvo miðjumenn sem geta spilað saman og eru með mikla yfirferð. Þú þarft þrjá miðverði og þeir tveir ytri þurfa að geta spilað í bakvarðastöðunum þegar kantbakverðirnir fara fram. Þú þarft sérhæfða leikmenn í liðið. Þetta er ekki eins og önnur kerfi,“ sagði Neville og bætti við að Amorim þyrfti að lágmarki 2-3 félagaskiptaglugga til að finna réttu mennina fyrir kerfið sitt. Neville segir að fjárhagsstaða United flæki málin en félagið hefur tapað miklum fjármunum á síðustu árum og Sir Jim Ratcliffe, sem á fjórðungshlut í félaginu, hefur ráðist í nokkuð grimman niðurskurð hjá því. United hefur einungis fengið fjórtán stig í fyrstu fjórtán deildarleikjunum undir stjórn Amorims en er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar og í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Næsti leikur United er gegn Everton á Goodison Park á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira