Innlent

Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Síðasta eldgos við Sundhnúksgígaröðna varð í nóvember í fyrra.
Síðasta eldgos við Sundhnúksgígaröðna varð í nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm

Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku.

Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi landris, þó hægt hafi örlítið á því á undanförnum vikum. 

Uppfærðir líkanreikningar bendi til að kvikusöfnun nálgist miðgildi þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. 

Vaxandi jarðsjálftavirkni

„Út frá mælingum, líkanreikningum og lærdómi dregnum af síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni eru vaxandi líkur á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna,“ segir í tilkynningunni. 

Þá hafi jarðskjálftavirkni verið svipuð síðustu viku á Sundhnúksgígaröðinni, mælst hafi um eða undir fimm skjálftar á sólarhring. Jarðskjálftavirkni á svæðinu hafi þó farið hægt vaxandi frá janúarlokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×