Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 07:30 Tiger Woods átti ekki gott kvöld í TGL deildinni sinni og sló eitt afar slæmt högg. Getty/Ben Jared Hlutirnir gengu ekki alveg nógu vel hjá Tiger Woods í nýju golfhermisdeildinni hans í nótt. Liðsfélagar hans í Jupiter Links gátu ekki bjargað honum því þeir áttuðu sig of seint að eitthvað var að. TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025 Golf Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
TGL deildin er spiluð í glæsilegum golfhermi innanhúss og er á sínu fyrsta tímabili. Tiger Woods og Rory McIlroy standa sjálfir á bak við þessa nýstárlegu golfdeild sem er nýstárleg blanda af golfhermi og venjulegu golfi. Þetta er liðakeppni og í nótt áttu Tiger og félagar í Jupiter Links leik á móti New York. Tiger átti að slá og það voru 199 jardar í holuna. Woods bað um staðfestingu á fjarlægðinni en heyrði ekki 199 jarda heldur 99 jarda. Woods tók því upp sandfleyg og sló hundrað jarda högg. Það var auðvitað alltof stutt. „Ég heyrði 99 jarda, fór út og sló þannig,“ sagði Tiger Woods í viðtali á ESPN sem sýndi frá keppninni. Hann var á þrettándu holu í einvígi sínu við Cameron Young í liði New York sem hann tapaði. „Þetta er eitt það vandræðalegasta á golfferlinum,“ sagði Woods hlæjandi „Ég bara klúðraði þessu, þetta var svo vandræðalegt,“ sagði Woods. Liðsfélagar hans, Kevin Kisner og Tom Kim, veltust líka um úr hlátri. Þegar kemur að leiknum sjálfum þá vann New York öruggan 10-3 sigur. Tiger Woods grabbed the wrong club and Rickie Fowler wasn't gonna let it slide 😂 @TGL pic.twitter.com/EK6Qg45ybd— ESPN (@espn) February 19, 2025
Golf Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira