Enski boltinn

„Frá­bær leikur en ég er ekki á­nægður með úr­slitin“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arne Slot vildi öll þrjú stigin.
Arne Slot vildi öll þrjú stigin. EPA-EFE/PETER POWELL

Arne Slot, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar var ekki sáttur með 2-2 jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í kvöld.

„Þetta var frábær leikur. Fannst hlutirnir ekki falla með okkur í fyrri hálfleik og við vorum 2-1 undir. Komum út í seinni hálfleik, jöfnum metin og fáum góð færi til að komast 3-2 yfir. Síðan hefðum við getað tapað leiknum þegar þeir fengu færi. Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin.“

„Mér líður eins og við höfum varist vel. Man ekki eftir of mörgum færum hjá Villa. Við skoruðum tvö góð mörk og sköpuðum nóg til að vinna leikinn. Við spiluðum virkilega vel í dag en þetta snýst líka um leikstíls hins liðsins.

„Öll lið spila tvisvar við hvert annað. Í þessari viku er það Villa og Manchester City á útivelli. Aftur, við töpuðum ekki. Við vildum meira og við getum aðeins kennt sjálfum okkur um. Þetta er núna nokkur skipti þar sem við höfum ekki fengið þau úrslit sem við vildum. Við megum ekki fara gera það að vana.“

„Pressan er alltaf á þér ef þú ert Liverpool. Það skiptir máli hvar við erum í deildinni en pressan er alltaf á okkur. Við höfum öll hráefnin til að vera sigursælir á þessari leiktíð. Það eru margir leikir þar sem mér líður að eina liðið sem hafi átt skilið að vinna erum við.“

Liverpool er með 61 stig á toppi deildarinnar á meðan Arsenal er í 2. sæti með 53 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×