Sport

Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga.
Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga. @anniethorisdottir

Það hefur fjölgað í hópi þeirra CrossFit stjarna sem ætla ekki að taka þátt í komandi CrossFit tímabili til að mótmæla stöðu mála hvað varðar öryggi og aðstöðu keppenda á heimsleikunum.

Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum.

Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra.

CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi.

Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum.

Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á.

Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn.

  • Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár:
  • Anníe Mist Þórisdóttir
  • Elisa Fuliano
  • Patrick Vellner
  • Emma Tall
  • Emma McQuaid
  • Luka Dukic
  • Chandler Smith
  • Jelle Hoste

Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall.

Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×