Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 20. febrúar 2025 16:57 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Í fyrra málinu var maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, sem þá var þrettán ára, í febrúar 2022. Honum var gefið að sök að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, og hafa samræði og önnur kynferðismök við hana. Stúlkan mun hafa sent manninum vinabeiðni á Snapchat. Þar spurði maðurinn hvort stúlkan væri til í að veita honum munnmök. Málin munu síðan hafa þróast með þeim hætti að þau hafi hist á heimili mannsins, í bílskúr í Reykjavík. Þar hafi atburðirnir sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Önnur niðurstaða í héraði Það var niðurstaða Héraðsdóms að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Það væri vegna þess að maðurinn hefði ekki beitt stúlkuna nauðung við samfarir þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Áreitti dóttur kærustu sinnar Í hinu málinu var maðurinn ákærður fyrir að áreita dóttur kærustu sinnar á heimili hennar og í bíl hans árið 2022. Honum var gefið að sök að þukla að minnsta kosti fjórum sinnum á brjóstum hennar og reyna tvisvar að færa hönd að kynfærum hennar og rassskella hana og segja henni að hún væri með flottan rass. Héraðsdómur sakfelldi hann fyrir það, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Fjallað var nánar um það mál þegar fjallað var um niðurstöðu málsins í héraði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Í fyrra málinu var maðurinn ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku, sem þá var þrettán ára, í febrúar 2022. Honum var gefið að sök að hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, og hafa samræði og önnur kynferðismök við hana. Stúlkan mun hafa sent manninum vinabeiðni á Snapchat. Þar spurði maðurinn hvort stúlkan væri til í að veita honum munnmök. Málin munu síðan hafa þróast með þeim hætti að þau hafi hist á heimili mannsins, í bílskúr í Reykjavík. Þar hafi atburðirnir sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Önnur niðurstaða í héraði Það var niðurstaða Héraðsdóms að ekki hafi verið um nauðgun að ræða. Það væri vegna þess að maðurinn hefði ekki beitt stúlkuna nauðung við samfarir þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Óhjákvæmilegt væri að leggja til grundvallar að maðurinn hefði nýtt sér yfirburðarstöðu gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar þeirra, og vegna þess að hún hefði verið ein með honum fjarri öðrum. Því hafi maðurinn beitt hana ólögmætri nauðung eftir allt saman, og hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Áreitti dóttur kærustu sinnar Í hinu málinu var maðurinn ákærður fyrir að áreita dóttur kærustu sinnar á heimili hennar og í bíl hans árið 2022. Honum var gefið að sök að þukla að minnsta kosti fjórum sinnum á brjóstum hennar og reyna tvisvar að færa hönd að kynfærum hennar og rassskella hana og segja henni að hún væri með flottan rass. Héraðsdómur sakfelldi hann fyrir það, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Fjallað var nánar um það mál þegar fjallað var um niðurstöðu málsins í héraði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira