Stífar meirihlutaviðræður hafa staðið yfir milli Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna, Sósíalista og Flokks fólksins síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutanum. Oddvitarnir hafa hvorki gefið kost á viðtölum í gær eða í dag og vísað var til mikilla anna í viðræðum.
Þó kom fram í dag að greidd yrðu atkvæði um tillögu nýs meirihluta á aukafundi borgarstjórnar. Fundurinn hefst klukkan 16:40 á morgun þar sem forseti borgarstjórnar verður kosinn, fjórir varaforsetar og svo í beinu framhaldi kosning borgarstjóra.